Breska Indland er samheiti yfir héruð á Indlandsskaga sem voru undir stjórn Breta frá upphafi 17. aldar til 1947. Saga Breska Indlands skiptist í þrjú tímabil:
Uppreisnin á Indlandi 1857 hófst vegna óánægju íbúa með stjórn félagsins. Breski herinn náði að kveða uppreisnina niður eftir átök sem stóðu í meira en ár. Í kjölfarið var Breska Austur-Indíafélagið leyst upp og Breska Indland gert að krúnunýlendu undir stjórn landstjóra sem fékk titilinn Varakonungur Indlands.