Philippe Coutinho

Philippe Coutinho Correia
Upplýsingar
Fullt nafn Philippe Coutinho Correia
Fæðingardagur 12. júní 1992 (1992-06-12) (32 ára)
Fæðingarstaður    Rio de Janeiro, Brasilía
Hæð 1,72m
Leikstaða Framsækinn miðjumaður, vængmaður
Núverandi lið
Núverandi lið Al-Duhail
Númer 14
Yngriflokkaferill
1999-2008 CR Vaso da Gama
Meistaraflokksferill1
Ár Lið Leikir (mörk)
2008-2013 Inter Milan 28 (3)
2008-2010 CR Vasco da Gama (lán) 19 (1)
2012 Espanyol (lán) 16 (5)
2013-2018 Liverpool FC 152 (41)
2018- FC Barcelona 76 (17)
2019-2020 Bayern München (lán) 23 (8)
2021-2022 Aston Villa (lán) 1 (1)
2022- Aston Villa 21 (1)
2023 Al-Duhail (lán) 0 (0)
Landsliðsferill2
2009
2011-2012
2010-
Brasilía U-17
Brasilía U-20
Brasilía
5 (3)
7 (3)
68 (20)

1 Leikir með meistaraflokkum og mörk
talið í aðaldeild liðsins og
síðast uppfært sept. 2023.
2 Landsliðsleikir og mörk uppfærð
sept. 2023.

Coutinho með Liverpool gegn Spartak Moskvu árið 2017.

Philippe Coutinho Correia (fæddur 12. júní 1992) er brasilískur knattspyrnumaður sem spilar fyrir katarska liðið Al-Duhail á láni frá Aston Villa og brasilíska landsliðið. Hann spilar sem framsækinn miðjumaður eða vængmaður. Coutinho er snöggur, fimur, fær í langskotum og að skjóta með báðum fótum.

Coutinho er fæddur í Rio de Janeiro og hóf ferilinn í æsku með liðinu Vasco da Gama. Hann sýndi af sér einstaka hæfileika og árið 2008 skrifaði hann undir samning við Inter Milan. Þar átti hann erfitt uppdráttar og var lánaður til spænska liðsins Espanyol árið 2012. Í byrjun árs 2013 var hann hins vegar seldur til enska liðsins Liverpool F.C.. Þar dvaldi hann í um 5 ár og blómstraði.

Árið 2018 gerði hann samning við FC Barcelona sem gerði hann að þriðja dýrasta leikmanni heims. Hlutirnir gengu ekki alveg upp hjá Barcelona og hann fór á lán til Bayern München og Aston Villa meðan hann var samningsbundinn liðinu.

Coutinho kom inn sem varamaður í fyrsta leik sínum með Aston Villa og átti mark og stoðsendingu þegar Villa átti endurkomu gegn Manchester United í 2-2 jafntefli.