Ólafur Gaukur Þórhallsson (f. 11. ágúst 1930, d. 12. júní 2011) var íslenskur gítarleikari, lagahöfundur, hljómsveitarstjóri, útsetjari, textahöfundur, plötuútgefandi og kennari. Hann stofnaði Gítarskóla Ólafs Gauks 1975 og rak hann til æviloka.[1]
Árið 2006 hlaut hann heiðursverðlaun Íslensku tónlistarverðlaunanna, 2008 var hann kjörinn heiðursfélagi Félags tónskálda og textahöfunda auk þess að fá riddarakross Hinnar íslensku fálkaorðu fyrir störf á vettvangi tónlistar og tónsmíða[2] og 2009 var hann sæmdur Gullnöglinni.[1]
Neðanmálsgreinar