Félag tónskálda og textahöfunda
|
Rekstrarform
|
Félagasamtök
|
Stofnað
|
1983
|
Staðsetning
|
Ísland
|
Lykilpersónur
|
|
Starfsemi
|
Hagsmunagæsla
|
Vefsíða
|
ftt.is
|
Félag tónskálda og textahöfunda (skammstafað FTT) er hagsmunafélag sem gætir að rétti íslenskra tónskálda og textahöfunda. Félagið var stofnað árið 1981 sem óformlegur samráðsvettvangur, en var formlega stofnað árið 1983.[1] Félagið er eitt af tveimur aðildarfélögum að STEF. Félagar eru 450. Félagið stendur vörð um hagsmunni félaga sinna, miðlar upplýsingum til þeirra og stuðlar að aukinni spilun á íslenskri tónlist. Félagar geta einnig sótt um styrki í sjóðum.[2]
Í desember 2023 skoraði stjórn FTT á RÚV að Ísland myndi ekki taka þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2024 ef Ísrael fengi að taka þátt vegna árása Ísraelshers á óbreytta borgara í Gasa.[3]
Tilvísanir