14. apríl
14. apríl er 104. dagur ársins (105. á hlaupári) samkvæmt gregoríska tímatalinu. 261 dagur er eftir af árinu.
Atburðir
Fædd
- 1527 - Abraham Ortelius, flæmskur kortagerðarmaður og landfræðingur (d. 1598).
- 1578 - Filippus 3. Spánarkonungur (d. 1621).
- 1629 - Christiaan Huygens, hollenskur stærðfræðingur (d. 1695).
- 1738 - William Cavendish-Bentinck, hertogi af Portland, breskur stjórnmálamaður (d. 1809).
- 1862 - Pjotr Stolypin, forsætisráðherra Rússlands (d. 1911).
- 1882 - Moritz Schlick, þýskur heimspekingur (d. 1936).
- 1889 - Sigríður Zoëga, íslenskur ljósmyndari (d. 1968).
- 1906 - Faisal bin Abdul Aziz al-Sád, konungur Sádi-Arabíu (d. 1975).
- 1920 - Ólöf Pálsdóttir, íslenskur myndhöggvari (d. 2018).
- 1921 - Thomas Schelling, bandarískur hagfræðingur (d. 2016).
- 1907 - François Duvalier (Papa Doc), forseti Haítís (d. 1971).
- 1912 - Arne Brustad, norskur knattspyrnumaður (d. 1987).
- 1924 - Mary Warnock, breskur heimspekingur (d. 2019).
- 1931 - Haraldur Bessason, íslenskur fræðimaður og háskólakennari (d. 2009).
- 1934 - Fredric Jameson, bandarískur bókmenntafræðingur.
- 1950 - Mitsuru Komaeda, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Haruhisa Hasegawa, japanskur knattspyrnumaður.
- 1957 - Masaru Uchiyama, japanskur knattspyrnumaður.
- 1960 - Brad Garrett, bandarískur leikari.
- 1961 - Robert Carlyle, skoskur leikari.
- 1961 - Yuji Sugano, japanskur knattspyrnumaður.
- 1961 - Daniel Clowes, bandarískur myndasöguhöfundur.
- 1968 - Heimir Eyvindarson, íslenskur hljómborðsleikari.
- 1969 - Guðfinna Jóhanna Guðmundsdóttir, íslenskur stjórnmálamaður.
- 1970 - Emre Altuğ, tyrkneskur söngvari.
- 1973 - Adrien Brody, bandariskur leikari.
- 1977 - Sarah Michelle Gellar, bandarisk leikkona.
- 1983 - James McFadden, skoskur knattspyrnumaður.
- 1996 - Abigail Breslin, bandarisk leikkona.
Dáin
- 911 - Sergíus 3. páfi.
- 1578 - Kristín Gottskálksdóttir, íslensk húsfreyja.
- 1620 - Gísli Guðbrandsson, íslenskur skólameistari.
- 1647 - Vigfús Gíslason, íslenskur skólameistari (f. 1608).
- 1711 - Loðvík, le Grand Dauphin, sonur Loðvíks 14. Frakkakonungs (f. 1661).
- 1759 - Georg Friedrich Händel, þýskt tónskáld (f. 1685).
- 1872 - Ólafur Stephensen, íslenskur lögfræðingur (f. 1791).
- 1963 - Anna Borg, íslensk leikkona (f. 1903).
- 1964 - Rachel Carson, bandarískur dýrafræðingur (f. 1907).
- 1986 - Simone de Beauvoir, franskur rithöfundur (f. 1908).
- 1998 - Björn Sv. Björnsson, íslenskur SS-maður (f. 1909).
- 2004 - Haraldur Blöndal, hæstaréttarlögmaður (f. 1946).
- 2015 - Percy Sledge, bandarískur tónlistarmaður (f. 1940).
Mánuðir og dagar ársins |
---|
Janúar | |
---|
Febrúar | |
---|
Mars | |
---|
Apríl | |
---|
Maí | |
---|
Júní | |
---|
Júlí | |
---|
Ágúst | |
---|
September | |
---|
Október | |
---|
Nóvember | |
---|
Desember | |
---|
Tengt efni | |
---|
|
|