Sigurður Sigurjónsson (f. 6. júlí 1955 í Hafnarfirði) er íslenskur leikari, leikstjóri og handritshöfundur. Hann stundaði nám í Leiklistarskóla SÁL 1972 - 1975 og lauk því námi með prófi frá Leiklistarskóla Íslands 1976 og hefur farið með gríðarlegan fjölda hlutverka á sviði, í sjónvarpi og í kvikmyndum. Hann er líklega þekktastur fyrir hlutverk sín í gamanþáttum á borð við Spaugstofuna og Áramótaskaupum. Fyrsta kvikmyndahlutverk hans var í mynd Ágústs Guðmundssonar, Land og synir, frá 1980. Sigurður hefur leikstýrt þremur áramótaskaupum 1985, 1999 og 2004 og einnig leikstýrði hann sýningunni Glanni glæpur í Latabæ. Hann hefur verið í þremur útvarpsþáttum Sama og þegið frá 1986, Harry og Heimir: Með öðrum morðum frá 1987 - 1988 og Harry og Heimir: Morð fyrir tvo frá 1993. Hann talaði einnig fyrir Svamp Sveinsson í sjónvarpsþáttunum Svampur Sveinsson.
Sigurður er fastráðinn leikari við Þjóðleikhúsið og hefur leikið í mörgum leikritum m.a Einræðisherran (2018 - 2020), Yfir til þín (2015 - 2016), Umhverfis jörðina á 80 dögum (2015) og Útsending (2020).
Sigurður hefur unnið með Karli Ágústi Úlfssyni og Erni Árnasyni í fjölda útvarps- og sjónvarpsþáttum.
Ferill í Íslenskum sjónvarpsþáttum og kvikmyndum
Tengt efni