Sjá fyrir mannsnafnið Marteinn
Marteinn voru íslenskir aðstæðukomedíuþættir um karakterinn Martein (Jóhannes Haukur Jóhannesson), fjölskyldu og vini hans. Marteinn er veitingahúsaeigandi og kokkur og gerast þættirnir á veitingastað hans og heimili hans þar sem hann býr ásamt Elísabetu konunni sinni (Edda Björg Eyjólfsdóttir). Besti vinur Marteins er Lárus Páll (Kjartan Guðjónsson) sem er leikari. Fleiri karakterar eru Petra, systir Elísabetar og þjóninn Eva.
Þáttaröðin var leikstýrð og skrifuð Bjarna Hauki Þórssyni. Þættirnir voru sýndir á RÚV, haustið 2009.