Áramótaskaup 2021 er áramótaskaup sem var sýnt á RÚV þann 31. desember 2021. Helsta viðfangsefni skaupsins var Covid-19 og sóttvarnareglur því tengdu, eldgosið við Fagradalsfjall, sjónvarpsþátturinn Katla og Alþingiskosningarnar.
Höfundar skaupsins voru Vilhelm Neto, Bergur Ebbi, Hugleikur Dagsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Gagga Jónsdóttir og Lóa Hjálmtýsdóttir. Leikstjóri var Reynir Lyngdal en þetta var fjórða skaupið sem hann leikstýrði. Tökur hófust í nóvember 2021 og enduðu 8. desember sama ára. Republik sá um framleiðsluna. Framleiðendur skaupsins voru Ada Benjamínsdóttir, Hannes Friðbjarnarson og Lárus Jónsson.[1]
45% landsmanna sögðust vera ánægt með skaupið.[2]
Viðfangsefni
Meðal þess sem gert var grín að var:
- Þegar samkomutakmörkunum var aflýst og hópsýkingar komu upp strax á eftir.
- Fólk sem gerði sér ferð upp að eldgosinu við Fagradalsfjall án þess að vera vel búið.
- Fólk sem að þóttist vera sérfræðingar í COVID-19 bóluefnunum.
- Flóknar reglur varðandi samkomutakmarkanir og bólusetningarvottorð.
- Að Lilja Alfreðsdóttir beytti Disney þrýstingi að bæta við íslenskri talsetningu á streymisveituna Disney+.
- Mikill fjöldi af nýjum hlaðvörpum.
- Slæm meðferð á leghálssýnum.
- Fólk sem skokkar einungis utanvegar og lítur niður til fólks sem skokkar á malbikuðum göngustígum.
- Æði sjónvarpsþáttana Squid Game.
- Fólk sem leið vel í samkomutakmörkunum og vildi helst ekki hitta neinn í persónu.
- Ásakanir á leikmenn Íslenska karlalandsliðiðsins í knattspyrnu um kynferðisáreitni.
- Mistök í talningu í alþingiskosningunum 2021.
- Samsæriskenningar um að örflögur séu í COVID-19 bóluefninu tegndar 5G.
Annað sem gert var grín að var grímuskylda, sóttkví, Víðir Reynisson, Sigríður Hagalín Björnsdóttir, áhrifavaldar, kvíðni, kulnun, pappírsrör, Útlendingastofnun, mygla í grunnskólum, þáttaröðin Katla, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, Framsóknarflokkurinn, Bjarni Benediktsson, Gunnar Smári Egilsson, Katrín Jakobsdóttir, Inga Sæland, Ingólfur Þórarinsson, Birgir Þórarinsson, Jakob Frímann Magnússon, Tómas A. Tómasson, Me too-hreyfingin, Klaustursmálið og heimasíðan OnlyFans.
Lög
Frumsamin lög
- Sóttvarnarlagið. Lag: Katla Margrét Þorgeirsdóttir. Texti Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Gagga Jónsdóttir.
- Næs meðan það entist. Lag: Þormóður Dagsson og Stefán Örn Gullaugsson. Texti: Hugleikur Dagsson.
- Held í mér andanum. Lag og texti: Hugleikur Dagsson og Vilhelm Neto.
- Ef þú hugsar eins og ég (lokalag). Lag og texti Vigdís Hafliðadóttir, Unnsteinn Manuel Stefánsson og Ragnhildur Veigarsdóttir. Flytjendur: Hljómsveitin FLOTT ásamt Unnsteini Manuel
Lög með nýjum texta
Lagalistinn í heild sinni
- Stórar spurningar - Birnir & Páll Óskar
- The Road to Nowhere - David Byrne
- Sneaky Snitch - Kevin Macleod
- Sóttvarnarlagið
- Blue Monday - Gillian Gilbert, Peter Hook, Bernard Sumner, Stephen Morris
- 10 Years - Daði Freyr Pétursson
- Squid Games Theme - Jung Jae-Il
- Jolene - Dolly Parton
- The Flower Duet - Léo Delibes
- Næst meðan það entist - Þormóður Dagsson, Stefán Örn Gunnlaugsson
- Dýrð í Dauðaþögn - Ásgeir Trausti
- Ekkert fjall nógu hátt (Ábreiða af 'Aint no mountain high enough' með Ashford & Simpson
- Held í mér andanum - Hugleikur Dagsson, Vilhelm Netó
- Ef þú hugsar eins og ég - Hljómsveitin FLOTT ásamt Unnsteini Manuel
Viðtökur
Kannanir sýndu að aðeins 45% þjóðarinnar þótti Skaupið gott, það var töluvert slakara en undanfarin ár, en árið áður höfðu 84% sagt að þeim findist Skaupið gott.[3][4] Á Twitter voru skiptar skoðanir, sumir sögðu að það hafi verið geggjað aðrir lýstu því sem „forgettable“.[5]
Tilvísanir
|
---|
Sjöundi áratugurinn | |
---|
Áttundi áratugurinn | |
---|
Níundi áratugurinn | |
---|
Tíundi áratugurinn | |
---|
Fyrsti áratugurinn | |
---|
Annar áratugurinn | |
---|
Þriðji áratugurinn | |
---|