Örn Árnason

Örn Árnason (f. 19. júní 1959 í Reykjavík) er íslenskur leikari, einn af meðlimum Spaugstofunnar og lék hann eitt sinn Afa í sjónvarpsþættinum Með Afa á Stöð 2. Örn er sonur Árna Tryggvasonar leikara.

Örn lauk námi frá Leiklistarskóla Íslands árið 1982. Í Þjóðleikhúsinu hefur Örn leikið fjölmörg eftirminnileg hlutverk eins og Lilla í Dýrunum í Hálsaskógi, Jónatan, Jesper og Kasper í Kardemommubænum, Max í Hallæristenórnum, Leikarann í Gamansama harmleiknum og Geir Vídalín í Gleðispilinu. Hann lék Bangsapabba í Dýrunum í Hálsaskógi og ýmis hlutverk í Klaufum og kóngsdætrum. Meðal nýlegra verkefna hans hér eru Slá í gegn, afmælissýning Spaugstofunnar Yfir til þín – Spaugstofan 2015 (þar sem hann lék og var einn handritshöfunda), Umhverfis jörðina á 80 dögum, Óvitar, Spamalot, Dýrin í Hálsaskógi, Tveggja þjónn, Ballið á Bessastöðum og Bjart með köflum. Meðal annara verkefna var Harry og Heimir í Borgarleikhúsinu sem hann samdi og lék í ásamt Sigurði Sigurjónssyni og Karli Ágústi Úlfssyni. Örn hefur talsett fjölda teiknimynda bæði fyrir sjónvarp og kvikmyndahús og var einn stofnenda talsetningarfyrirtækisins Hljóðsetning. Örn hefur unnið við sjónvarpsþáttagerð um margra ára skeið og má þar nefna þættina um Afa, Imbakassann og Spaugstofuna. Örn gaf út plötuna Afi á sjóræningjaslóðum fyrir nokkrum árum og hefur sungið inn á nokkrar hljómplötur.[1]

Verk

Ferill í íslenskum kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1983 Áramótaskaup 1983 Ýmsir
1985 Áramótaskaup 1985 Ýmsir Einnig höfundur
1986 Stella í orlofi Læjónsklúbburinn Kiddi
Áramótaskaup 1986 Ýmsir Einnig höfundur
1987 Með Afa Afi
1989 Spaugstofan Ýmsir Einnig höfundur
Magnús Verslunareigandi
1991 Áramótaskaup 1991 Ýmsir
1992 Karlakórinn Hekla Kórfélagi
Imbakassinn Ýmsir Einnig höfundur
1993 Stuttur frakki Bogi
1996 Áramótaskaup 1996 Ýmsir Einnig höfundur
1997 Stikkfrí Pabbi Yrsu
1998 Áramótaskaup 1998 Ýmsir
1999 Áramótaskaup 1999 Ýmsir Einnig leikstjóri
2000 Áramótaskaup 2000 Ýmsir
2001 Áramótaskaup 2001 Ýmsir
2002 Stella í framboði Gauti
Áramótaskaup 2002 Ýmsir
2003 Áramótaskaup 2003 Ýmsir
2004 Áramótaskaup 2004 Ýmsir Einnig höfundur
2009 Hringfarar Pétur
Fangavaktin Jón
Bjarnfreðarson Jón
Áramótaskaup 2009 Ýmsir
2011 Áramótaskaup 2011 Ýmsir
2012 Áramótaskaup 2012 Ýmsir
2014 Harry og Heimir: Morð eru til alls fyrst Sögumaður Einnig höfundur
2015 Áramótaskaup 2015 Lögreglumaður
2017 Áramótaskaup 2017 Ýmsir
2019 Agnes Joy Vörubílstjóri
Áramótaskaup 2019 Bergþór Ólason
2022 Vitjanir Bílstjóri
Áramótaskaup 2022 Hann sjálfur
2023 Á ferð með mömmu

Tilvísanir

  1. „Örn Árnason“. Þjóðleikhúsið (bandarísk enska). Sótt 20. september 2020.
  Þetta æviágrip sem tengist leikurum og Íslandi er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.