Bikarkeppni KKÍ (karlar)
Bikarkeppni KKÍStofnuð | 1965 |
---|
Ríki | Ísland |
---|
Núverandi meistarar | Keflavík (7) |
---|
Sigursælasta lið | KR (14) |
---|
Maltbikarinn er Bikarkeppni KKÍ í karlaflokki í íslenskum körfuknattleik sem haldið hefur verið árlega frá 1965. Keppnin er með útsláttarfyrirkomulagi og hefur úrslitaleikurinn frá upphafi farið fram í Laugardalshöllinni.
Sagan
Bikarkeppni KKÍ var fyrst haldin sumarið 1965. Mótið var ætlað liðum sem ekki tóku þátt í 1. deild Íslandsmótsins í körfuknattleik, einkum liðum af landsbyggðinni sem ekki treystu sér til að taka þátt í deildarkeppni að vetrarlagi og varaliðum 1. deildarfélaganna. Fyrir vikið er misjafnt hvort fyrstu mótin eru talin til hinnar eiginlegu bikarkeppni meistaraflokks eða hvort litið sé á þau sem mót í 1. flokki.
Árið 1970 var mótið endurvakið með þátttöku meistaraflokksliða allra félaga og er upphaf bikarkeppninnar oft miðað við það. Þetta fyrsta ár var mótið þó einnig haldið að sumarlagi, með þátttöku fjölda landsbyggðarliða og vakti takmarkaða athygli. Árin 1971-73 fór keppnin fram að haustlagi. Bikarkeppnin var enn leikin sem hálfgert hraðmót, sem fram fór á fáeinum dögum. Bikarkeppnin var færð fram vormisserið árið 1974 og mótið látið teygjast yfir lengra tímabil. Fór vegur keppninnar vaxandi upp frá því.
Sigurvegarar
Bikarmeistaratitlar
Félag
|
Titlar
|
Ár
|
KR
|
14
|
1966, 1967, 1970, 1971, 1972, 1973, 1974, 1977, 1979, 1984, 1991, 2011, 2016, 2017
|
Njarðvík
|
9
|
1987, 1988, 1989, 1990, 1992, 1999, 2002, 2005, 2021
|
Keflavík
|
7
|
1993, 1994, 1997, 2003, 2004, 2012, 2024
|
Stjarnan
|
6
|
2009, 2013, 2015, 2019, 2020, 2022
|
Grindavík
|
5
|
1995, 1998, 2000, 2006, 2014
|
Valur
|
4
|
1980, 1981, 1983, 2023
|
Haukar
|
3
|
1985, 1986, 1996
|
Ármann
|
3
|
1965, 1975, 1976
|
Snæfell
|
2
|
2008, 2010
|
ÍR
|
2
|
2001, 2007
|
Fram
|
1
|
1982
|
ÍS
|
1
|
1978
|
Tindastóll
|
1
|
2018
|
Sjá lista yfir titla í íslenskum íþróttum
|
|