Norður-Ameríka

Heimskort sem sýnir staðsetningu Norður-Ameríku.

Norður-Ameríka er heimsálfa sem liggur nær öll á norðurhveli og vesturhveli jarðar. Hún er norðurhluti landflæmisins Ameríku sem nær líka yfir Suður-Ameríku. Norður-Ameríka markast af Norður-Íshafi í norðri, Karíbahafi í suðri, Kyrrahafi í vestri og Atlantshafi í austri. Grænland er landfræðilega hluti af Norður-Ameríku því það liggur á Norður-Ameríkuflekanum.

Norður-Ameríka er 24,7 milljón ferkílómetrar að stærð. Hún þekur um 16,5% af þurrlendi jarðar og 4,8% af yfirborði jarðar. Hún er þriðja stærsta heimsálfan, á eftir Asíu og Afríku, og fjórða fjölmennasta heimsálfa jarðar, á eftir Asíu, Afríku og Evrópu. Árið 2013 var talið að 579 milljónir byggju í álfunni, í 23 fullvalda ríkjum, sem eru 7,5% mannkyns.

Menn námu land í Norður-Ameríku undir lok síðustu ísaldar með því að fara yfir Beringssund á landbrú frá Asíu, fyrir um það bil 40.000 til 17.000 árum síðan. Talið er að tímabil svokallaðra fornindíána hafi staðið þar til fyrir um 10.000 árum þegar Forntímabil Ameríku hófst. Klassíska tímabilið í Ameríku stóð frá 6. til 13. aldar, en Forkólumbíska tímabilinu lauk árið 1492. Þá hófst Landafundatímabilið sem einkenndist af landnámi Evrópubúa og innflutningi þræla frá Afríku. Elstu vísanir í Norður-Ameríku í evrópskum ritum er að finna í Íslendingasögum sem segja frá atburðum í kringum árið 1000. Íbúasamsetning Norður-Ameríku endurspeglar þjóðflutninga fólks alls staðar að úr heiminum, auk frumbyggja.

Arfur nýlendutímabilsins lýsir sér meðal annars í því að flestir íbúar Norður-Ameríku tala Evrópumál eins og ensku, spænsku og frönsku, og menning þeirra byggist á vestrænum hefðum. Víða í Norður-Ameríku búa þó frumþjóðir með sérstaka menningu og tungumál.

Heiti

Almennt er viðurkennt að heimsálfan Ameríka var nefnd eftir ítalska landkönnuðinum Amerigo Vespucci af þýsku kortagerðarmönnunum Martin Waldseemüller og Matthias Ringmann.[1] Vespucci kannaði Suður-Ameríku milli 1497 og 1502 og varð fyrstur til að stinga upp á því að Ameríka væri ekki Austur-Indíur heldur áður óþekkt meginland. Árið 1507 gaf Waldseemüller út landakort þar sem hann setti orðið „America“ á Suður-Ameríku, þar sem Brasilía er nú, og skýrði heitið í bók sem fylgdi kortinu þannig að það væri dregið „ab Americo inventore“.[2]

Waldseemüller þótti eðlilegast að nefna landið eftir manninum sem uppgötvaði það. Hann notaðist við latneska útgáfu nafnsins, Americus, en breytti því í kvenkyn til samræmis við önnur heimsálfuheiti eins og „Evrópa“ og „Asía“. Nafnið varð því „America“. Síðari kortagerðarmenn tóku að nota sama heiti yfir norðurhluta álfunnar. Árið 1538 setti Gerhard Mercator heitið á allt vesturhvelið á heimskorti sínu.[3]

Mercator kallaði álfuna raunar „Ameríka eða Nýja-Indland“ („America sive India Nova“) á heimskorti sínu árið 1569.[4] Spænsk yfirvöld kölluðu nýlendur sínar í álfunni „Indíur“ („Las Indias“).

Ameríka er stunduð kölluð Vesturálfa í eldri íslenskum ritum.

Landfræði

Norður-Ameríka er á norðurhelmingi landflæmisins sem almennt er kallað Nýi heimurinn, Vesturheimur eða einfaldlega Ameríka (sem er oft talin ein heimsálfa).[5][6][7][8][9][10] Norður-Ameríka er þriðja stærsta heimsálfan að flatarmáli, á eftir Asíu og Afríku.[11][12] Eina landtenging Norður-Ameríku er við Suður-Ameríku um Panamaeiðið. Suðaustanmegin eru mörk heimsálfunnar oftast miðuð við Darién-vatnaskilin meðfram landamærum Kólumbíu og Panama. Nánast allt Panama er því staðsett í Norður-Ameríku.[13][14][15] Sumir landfræðingar vilja heldur miða suðurmörkin við Tehuantepec-eiðið sem útilokar þá Mið-Ameríku.[16] Eyjar Karíbahafsins, eða Vestur-Indíur, eru taldar með Norður-Ameríku.[9] Strönd meginlandsins er löng og óregluleg. Mexíkóflói er stærsta innhafið sem skerst inn í meginlandið, en Hudson-flói kemur þar á eftir. Aðrir stórir flóar eru Lawrence-flói og Kaliforníuflói.

Sonora-eyðimörkin í Arisóna.

Áður en Mið-Ameríkueiðið myndaðist var það svæði neðansjávar. Eyjarnar í Vestur-Indíum liggja á sokkinni landbrú sem áður tengdi Norður- og Suður-Ameríku milli Flórída og Venesúela.

Fjölmargar eyjar eru undan ströndum meginlandsins; aðallega Norðurhafseyjar, Bahamaeyjar, Turks- og Caicoseyjar, Stóru Antillaeyjar og Litlu Antillaeyjar, Aleuteyjar (sumar þeirra eru á austurhveli jarðar), Alexanderseyjar, þúsundir eyja við strönd Bresku Kólumbíu og Nýfundnaland. Grænland, sem er heimastjórnarsvæði innan Danmörku, er stærsta eyja veraldar og situr á Norður-Ameríkuflekanum. Bermúda er hins vegar ekki hluti af Norður-Ameríku jarðfræðilega þar sem eyjan myndaðist á Atlantshafshryggnum fyrir um 100 milljón árum. Næsta landflæmi við eyjuna er Hatterashöfði í Norður-Karólínu. Bermúda er samt oftast talin til Norður-Ameríku, sérstaklega vegna sögulegra, stjórnarfarslegra og menningarlegra tengsla við Virginíu og önnur svæði á meginlandinu.

Moraine Lake í Banff-þjóðgarðinum.

Stærstur hluti Norður-Ameríku er á Norður-Ameríkuflekanum. Hlutar af Vestur-Mexíkó (þar á meðal Baja California) og Kaliforníu (meðal annars borgirnar San Diego, Los Angeles og Santa Cruz) eru á austurbrún Kyrrahafsflekans, en flekarnir tveir mætast við San Andreas-misgengið. Syðri hluti heimsálfunnar og stór hluti Vestur-Indía liggja á Karíbahafsflekanum, og Juan de Fuca-flekinn og Cocos-flekinn liggja að vesturbrún Norður-Ameríkuflekans.

Norður-Ameríka skiptist í fjögur meginlandsvæði: Slétturnar miklu sem liggja frá Mexíkóflóa að Norður-Kanada; vestrið, sem er jarðfræðilega ungt og fjalllent og nær yfir Klettafjöll, Dældina miklu, Kaliforníu og Alaska; flatlent Kanadahálendið í norðaustri; og fjölbreytt austursvæðið sem nær yfir Appalasíufjöll, ströndina við Atlantshafið og Flórídaskaga. Mexíkó, með sínar löngu hásléttur og fjallgarða, er að mestu hluti vestursins, þótt í austri sé strandslétta við suðurströnd Mexíkóflóa.

Nuuk, höfuðborg Grænlands.

Vestari fjöllin skiptast í miðju milli Klettafjalla og Kyrrahafsfjalla í Kaliforníu, Óregon, Washington-fylki og Bresku Kólumbíu, ásamt Dældinni miklu, láglendissvæði með marga minni fjallgarða og eyðimerkur inn á milli. Hæsti tindurinn er Denali í Alaska.

Landfræðistofnun Bandaríkjanna segir að landfræðileg miðja Norður-Ameríku sé 10 km vestan við Balta í Norður-Dakóta og 15 km frá Rugby. Stofnunin segir jafnframt að engin ríkisstofnun hafi opinberlega lýst eða merkt neinn miðpunkt, hvorki í fylkjunum 50, né fyrir Bandaríkin, né fyrir norðurameríska meginlandið. Samt sem áður er einsteinungur í Rugby þar sem á stendur að þar sé miðja meginlandsins. Óaðgengispóll Norður-Ameríku er 1650 km frá næstu strandlengju, milli Allen og Kyle í Suður-Dakóta.[17]

Lönd í Norður-Ameríku

Fáni Heiti Höfuðborg Stærð (km2) Fólksfjöldi Heimshluti
Alríkisumdæmi Venesúela (Venesúela) Gran Roque 342 2.155 Karíbahaf
Fáni Angvillu Angvilla (Bretland) The Valley 91 15.753 Karíbahaf
Fáni Antígva og Barbúda Antígva og Barbúda St. John's 442 93.219 Karíbahaf
Fáni Arúba Arúba (Holland) Oranjestad 180 106.537 Karíbahaf
Fáni Bahamaeyja Bahamaeyjar Nassá 13.943 407.906 Norðanverð Ameríka
Fáni Bandaríkjana Bandaríkin Washington D.C. 9.629.091 336.997.624 Norðanverð Ameríka
Fáni Bandarísku Jómfrúreyja Bandarísku Jómfrúaeyjar (Bandaríkin) Charlotte Amalie 347 100.091 Karíbahaf
Fáni Barbados Barbados Bridgetown 430 281.200 Karíbahaf
Fáni Belís Belís Belmópan 22.966 400.031 Mið-Ameríka
Fáni Bermúda Bermúda (Bretland) Hamilton 54 64.185 Norðanverð Ameríka
Bonaire (Holland) Kralendijk 294 12.093 Karíbahaf
Fáni Bresku Jómfrúreyja Bresku Jómfrúaeyjar (Bretland) Road Town 151 31.122 Karíbahaf
Fáni Caymaneyja Caymaneyjar (Bretland) George Town 264 68.136 Karíbahaf
Fáni Frakklands Clipperton-eyja (Frakkland) 6 0 Mið-Ameríka
Fáni Curaçao Curaçao (Holland) Willemstad 444 190.338 Karíbahaf
Fáni Dóminíku Dóminíka Roseau 751 72.412 Karíbahaf
Fáni Dóminíska lýðveldisins Dóminíska lýðveldið Santo Domingo 48.671 11.117.873 Karíbahaf
Fáni El Salvador El Salvador San Salvador 21.041 6.314.167 Mið-Ameríka
Fáni Grenada Grenada St. George's 344 124.610 Karíbahaf
Fáni Grænlands Grænland (Danmörk) Nuuk 2.166.086 56.243 Norðanverð Ameríka
Fáni Miðbaugs-Gíneu Gvadelúpeyjar (Frakkland) Basse-Terre 1.628 396.051 Karíbahaf
Fáni Gvatemala Gvatemala Gvatemalaborg 108.889 17.608.483 Mið-Ameríka
Fáni Haítí Haítí Port-au-Prince 27.750 11.447.569 Karíbahaf
Fáni Hondúras Hondúras Tegucigalpa 112.492 10.278.345 Mið-Ameríka
Fáni Jamaíka Jamaíka Kingston 10.991 2.827.695 Karíbahaf
Kanada Kanada Ottawa 9.984.670 38.155.012 Norðanverð Ameríka
Fáni Kosta Ríka Kosta Ríka San José 51.100 5.153.957 Mið-Ameríka
Fáni Kúbu Kúba Havana 109.886 11.256.372 Karíbahaf
Martiník (Frakkland) Fort-de-France 1.128 368.796 Karíbahaf
Fáni Mexíkós Mexíkó Mexíkóborg 1.964.375 126.705.138 Norðanverð Ameríka
Fáni Montserrat Montserrat (Bretland) Plymouth, Brades 102 4.417 Karíbahaf
Fáni Níkaragúa Níkaragva Managva 130.373 6.850.540 Mið-Ameríka
Nueva Esparta (Venesúela) La Asunción 1.151 491.610 Karíbahaf
Fáni Panama Panama Panamaborg 75.417 4.351.267 Mið-Ameríka
Fáni Púertó Ríkó Púertó Ríkó (Bandaríkin) San Juan 8.870 3.256.028 Karíbahaf
Saba (Holland) The Bottom 13 1.537 Karíbahaf
Fáni Frakklands Saint Barthélemy (Frakkland) Gustavia 21 7.448 Karíbahaf
Fáni Frakklands Saint Martin (Frakkland) Marigot 54 29.820 Karíbahaf
San Andrés y Providencia (Kólumbía) San Andrés 53 77.701 Karíbahaf
Fáni Sankti Kristófer og Nevis Sankti Kristófer og Nevis Basseterre 261 47.606 Karíbahaf
Fáni Sankti Lúsíu Sankti Lúsía Castries 539 179.651 Karíbahaf
Fáni Sankti Pierre og Miquelon Sankti Pierre og Miquelon (Frakkland) Saint-Pierre 242 5.883 Norðanverð Ameríka
Fáni Sankti Vinsent og Grenadíneyja Sankti Vinsent og Grenadíneyjar Kingstown 389 104.332 Karíbahaf
Sint Eustatius (Holland) Oranjestad 21 2.739 Karíbahaf
Fáni Sint Maarten Sint Maarten (Holland) Philipsburg 34 44.042 Karíbahaf
Fáni Trínidad og Tóbagó Trínidad og Tóbagó Port of Spain 5.130 1.525.663 Karíbahaf
Fáni Turks- og Caicoseyja Turks- og Caicoseyjar (Bretland) Cockburn Town 948 45.114 Norðanverð Ameríka
Alls 24.500.995 583.473.912

Tilvísanir

  1. Amerigo Vespucci. Sótt 7. júlí 2011.
  2. Herbermann, Charles George, ritstjóri (1907). The Cosmographiæ Introductio of Martin Waldseemüller in Facsimile. Translated by Edward Burke and Mario E. Cosenza, introduction by Joseph Fischer and Franz von Wieser. New York: The United States Catholic Historical Society. bls. 9. „latínu "Quarta pars per Americum Vesputium (ut in sequentibus audietur) inventa est, quam non video, cur quis jure vetet, ab Americo inventore sagacis ingenii viro Amerigen quasi Americi terram sive Americam dicendam, cum et Europa et Asia a mulieribus sua sortita sint nomina."
  3. Jonathan Cohen. „The Naming of America: Fragments We've Shored Against Ourselves“. Sótt 3. febrúar 2014.
  4. „Mercator 1587 | Envisioning the World | The First Printed Maps“. lib-dbserver.princeton.edu. Afrit af upprunalegu geymt þann 12. september 2020. Sótt 12. september 2020.
  5. „The Olympic symbols“ (PDF). Lausanne: Olympic Museum and Studies Centre: International Olympic Committee. 2002. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 7. mars 2008. The five rings of the Olympic flag represent the five inhabited, participating continents (Africa, America, Asia, Europe, and Oceania Geymt 23 febrúar 2002 í Wayback Machine).
  6. Equipo (1997). „Continente“. Océano Uno, Diccionario Enciclopédico y Atlas Mundial. bls. 392, 1730. ISBN 978-84-494-0188-6.
  7. Los Cinco Continentes (The Five Continents). Planeta-De Agostini Editions. 1997. ISBN 978-84-395-6054-8.
  8. „Encarta, "Norteamérica" (spænska). Afrit af upprunalegu geymt þann 30. janúar 2009.
  9. 9,0 9,1 North America. Sótt 3. febrúar 2014.
  10. „Map And Details Of All 7 Continents“. worldatlas.com. Sótt 2. september 2016. „In some parts of the world, students are taught that there are only six continents, as they combine North America and South America into one continent called the Americas.“
  11. Rosenberg, Matt (11. apríl 2020). „Ranking the 7 Continents by Size and Population“. ThoughtCo (enska). Sótt 27. ágúst 2020.
  12. „North America Land Forms and Statistics“. World Atlas.com. Sótt 16. júní 2013.
  13. „Americas“. Standard Country and Area Codes Classifications (M49). United Nations Statistics Division. Sótt 3. febrúar 2014.
  14. „North America“. Atlas of Canada. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2006.
  15. „North America Atlas“. National Geographic.
  16. Central America. Sótt 28. júní 2011.
  17. Garcia-Castellanos, D.; Lombardo, U. (2007). „Poles of Inaccessibility: A Calculation Algorithm for the Remotest Places on Earth“ (PDF). Scottish Geographical Journal. 123 (3): 227–233. doi:10.1080/14702540801897809. S2CID 55876083. Afrit af upprunalegu (PDF) geymt þann 29. júní 2014.
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Read other articles:

Artikel ini sebatang kara, artinya tidak ada artikel lain yang memiliki pranala balik ke halaman ini.Bantulah menambah pranala ke artikel ini dari artikel yang berhubungan atau coba peralatan pencari pranala.Tag ini diberikan pada Februari 2023. Paramusonius affinis Klasifikasi ilmiah Kerajaan: Animalia Filum: Arthropoda Kelas: Insecta Ordo: Coleoptera Famili: Cerambycidae Genus: Paramusonius Spesies: Paramusonius affinis Paramusonius affinis adalah spesies kumbang tanduk panjang yang tergolo...

 

Bagian dari seriEskatologi AntaragamaAkhir zaman Apokaliptisisme Fenomena 2012MilenarianismeArmageddonPengadilan TerakhirKebangkitan orang matiYa'juj dan Ma'jujEskatologi Lia Eden Eskatologi HinduEskatologi Hindu Eskatologi IslamTempat 'Arasy Âkhirah Barzakh Firdaws `Adn Jannah Jahannam Jahim Kaʿbah Mahsyar Shirāth Pohon Neraka Tokoh Utama Dābbat al-Ard Dajjāl Dzu as-Suwayqatayn Imam Mahdī `Īsā Khawārij Muḥammad Yā'jūj dan Mā'jūj Malaikat Al-Arham Hamalat al-‘Arsy Izra'īl Is...

 

Bupati Timor Tengah UtaraLambang Timor Tengah UtaraPetahanaJuandi Davidsejak 26 Februari 2021Masa jabatan5 tahunDibentuk1958Pejabat pertamaPetrus Canisius Tarcisius SalassaSitus webhttps://ttukab.go.id Berikut daftar Bupati Timor Tengah Utara dari masa ke masa: No. Potret Nama(Masa Hidup) Mulai Menjabat Selesai Menjabat Prd. Jabatan Sebelumnya Wakil Bupati Ket. M.E.Ngefak 1 Januari 1957 20 Desember 1958 Sekretaris Daerah Timor dan Kepulauan SK Gubernur Nusa Tenggara No.494/UP.3/3/41 M.E....

Ongoing COVID-19 viral pandemic in Cameroon COVID-19 pandemic in CameroonDiseaseCOVID-19Virus strainSARS-CoV-2LocationCameroonFirst outbreakWuhan, ChinaIndex caseYaoundéArrival date6 March 2020(4 years, 4 weeks and 2 days)Confirmed cases125,146[1] (updated 5 April 2024)Deaths1,974[1] (updated 5 April 2024)TerritoriesBafoussam, Douala & YaoundeGovernment websitecovid19.minsante.cm The COVID-19 pandemic in Cameroon was a part of the worldwide pandemic...

 

Chronologie de la France ◄◄ 1657 1658 1659 1660 1661 1662 1663 1664 1665 ►► Chronologies 10 mars : début du règne personnel de Louis XIV (portrait de 1661)Données clés 1658 1659 1660  1661  1662 1663 1664Décennies :1630 1640 1650  1660  1670 1680 1690Siècles :XVe XVIe  XVIIe  XVIIIe XIXeMillénaires :-Ier Ier  IIe  IIIe Chronologies thématiques Art Architecture, Arts plastiques (Dessin, Gravure, Peinture et Sculpture)...

 

Elias CoreyLahir12 Juli 1928 (umur 95)Methuen, Massachusetts, Amerika SerikatKebangsaanAmerika SerikatDikenal atasRetrosynthetic analysisPenghargaanPenghargaan Wolf dibidang kimia (1986)Japan Prize (1989)Penghargaan Nobel bidang Kima (1990)Medali Priestley (2004)Karier ilmiahBidangKimia organik Elias James Corey (lahir 12 Juli 1928 dengan nama William Corey) ialah seorang kimiawan berkebangsaan Amerika Serikat keturunan Lebanon. Ia menerima Nobel Kimia pada tahun 1990 untuk pengembangan...

Cervatto commune di Italia Tempat Negara berdaulatItaliaRegion di ItaliaPiedmontProvinsi di ItaliaProvinsi Vercelli NegaraItalia PendudukTotal48  (2023 )GeografiLuas wilayah9,54 km² [convert: unit tak dikenal]Ketinggian1.004 m Berbatasan denganCravagliana Fobello Rossa SejarahSanto pelindungRochus Informasi tambahanKode pos13025 Zona waktuUTC+1 UTC+2 Kode telepon0163 ID ISTAT002041 Kode kadaster ItaliaC548 Lain-lainSitus webLaman resmi Cervatto adalah komune yang terletak di distri...

 

Base aérienne de Marville-Montmédy Localisation Pays France Date d'ouverture 1953 Coordonnées 49° 27′ 24″ nord, 5° 24′ 40″ est Superficie 260 hectares Altitude 277 m (909 ft) Informations aéronautiques Code OACI LFYK Type d'aéroport désaffecté depuis 1966 Gestionnaire communauté de communes du pays de Montmédy Pistes Direction Longueur Surface à renseigner 2 900 m (9 514 ft) à renseigner Géolocalisation sur la carte : France ...

 

Pour les articles homonymes, voir Navas. Keylor Navas Navas sous les couleurs du Costa Rica lors de la Coupe du monde 2018. Situation actuelle Équipe Paris Saint-Germain Numéro 1 Biographie Nom Keilor Antonio Navas Gamboa Nationalité Costaricienne Espagnole (depuis 2014) Nat. sportive Costaricienne Naissance 15 décembre 1986 (37 ans) San Isidro de El General (Costa Rica) Taille 1,85 m (6′ 1″)[1] Période pro. 2005 - Poste Gardien de but Pied fort Droit Parcours senior1...

Depuis son admission à l'Union, le 16 novembre 1907, l'État américain de l'Oklahoma élit deux sénateurs, membres du Sénat fédéral. Markwayne Mullin (R), sénateur depuis 2023. James Lankford (R), sénateur depuis 2015. Liste Liste des sénateurs des États-Unis représentant l'Oklahoma Sénateur de classe 2 Congrès Sénateur de classe 3 Robert L. Owen (démocrate) 60e(1907-1909) Thomas Gore (en) (démocrate) 61e(1909-1911) 62e(1911-1913) 63e(1913-1915) 64e(1915-1917) 65e(1917-19...

 

Magentacomune Magenta – Veduta LocalizzazioneStato Francia RegioneGrand Est Dipartimento Marna ArrondissementÉpernay CantoneÉpernay-1 TerritorioCoordinate49°03′N 3°58′E / 49.05°N 3.966667°E49.05; 3.966667 (Magenta)Coordinate: 49°03′N 3°58′E / 49.05°N 3.966667°E49.05; 3.966667 (Magenta) Altitudine68 m s.l.m. Superficie0,97 km² Abitanti1 777[1] (2009) Densità1 831,96 ab./km² Altre informazioniC...

 

この項目には、一部のコンピュータや閲覧ソフトで表示できない文字が含まれています(詳細)。 数字の大字(だいじ)は、漢数字の一種。通常用いる単純な字形の漢数字(小字)の代わりに同じ音の別の漢字を用いるものである。 概要 壱万円日本銀行券(「壱」が大字) 弐千円日本銀行券(「弐」が大字) 漢数字には「一」「二」「三」と続く小字と、「壱」「�...

Pour les articles homonymes, voir Couvent Saint-François. Couvent Saint-François de Paris Présentation Culte Catholique Type Couvent Rattachement Franciscains Protection  Inscrit MH (2007) Géographie Pays France Région Île-de-France Département Paris Ville Paris Arrondissement 14e arrondissement Coordonnées 48° 49′ 35″ nord, 2° 19′ 48″ est Géolocalisation sur la carte : Paris Géolocalisation sur la carte : France modifier&...

 

45°17′25″N 118°00′26″W / 45.29028°N 118.00722°W / 45.29028; -118.00722 AirportLa Grande/Union County AirportIATA: LGDICAO: KLGDFAA LID: LGDSummaryAirport typePublicOwnerUnion CountyServesLa Grande, OregonElevation AMSL2,717 ft / 828 mRunways Direction Length Surface ft m 12/30 6,261 1,908 Asphalt 17/35 3,400 1,036 Asphalt Statistics (2018)Aircraft operations (year ending 8/28/2018)16,000Source: Federal Aviation Administration[1] La Gr...

 

Matej JurčoMatej Jurčo lors du prologue du Tour de Romandie 2007.InformationsNaissance 8 août 1984 (39 ans)PopradNationalité slovaqueÉquipes professionnelles 09.2003-12.2003De Nardi (stagiaire)2004De Nardi2005Domina Vacanze2006-2008Milram2010-2011Dukla Trenčín Merida2012Whirlpool-Author2013-2014Dukla Trenčín Trek2015Kemo Dukla TrenčínPrincipales victoires Championnats Champion du monde du contre-la-montre militaire (2003) Champion de Slovaquie du contre-la-montre (2004, 2005, ...

Scientist specializing in the field of physics For the album, see Physicist (album). Not to be confused with Physician. Albert Einstein, a key theoretical physicist in the 20th century who developed the theory of relativity and parts of early quantum theory Part of a series onPhysicsThe fundamental science Index Outline Glossary History (timeline) Branches Acoustics Astrophysics Atomic physics Biophysics Classical physics Electromagnetism Geophysics Mechanics Modern physics Nuclear physics Op...

 

PT Bank Capital Indonesia TbkJenisPublikKode emitenIDX: BACAIndustrijasa keuanganDidirikanJakarta, Indonesia (1989)KantorpusatMenara Jamsostek, Jakarta, IndonesiaTokohkunciWahyu Dwi Aji (Direktur Utama)ProdukPerbankanPendapatanRp 367 miliar (2017), Rp 430 miliar (2018) Laba bersihRp 86 miliar (2017), Rp 106 miliar (2018)Karyawan814 orang (2018)Situs webwww.bankcapital.co.id Bank Capital Indonesia atau lebih dikenal sebagai Bank Capital adalah sebuah bank yang berdiri sejak 1989 dan berkantor ...

 

Gustaf Améen Född19 mars 1864[1][2][3]Lovö församling[2], SverigeDöd11 november 1949 (85 år)BegravdLidingö församlings kyrkogård[4]Medborgare iSverigeUtbildad vidKungliga Tekniska högskolanKungliga Akademien för de fria konsterna SysselsättningArkitekt[1][2]ArbetsgivareNordiska museet (1890–)[2]BarnGunnar Améen (f. 1898)Åke Améen (f. 1899)Redigera Wikidata Carl Gustaf Améen, född 19 mars 1864 i Lovö i Uppland, död 11 november 1949 i Lidingö, var en svensk ...

Untuk pendahulu klub Mitra Kukar, lihat NIAC Mitra. Mitra KukarNama lengkapPersatuan Sepak bola Mitra Kutai KartanegaraJulukanNaga MekesBerdiri2003StadionStadion Rondong Demang, Kutai Kartanegara, Indonesia(Kapasitas: 35.000)PemilikPT. Kutai Kartanegara Sportindo MandiriPresiden/CEO Endri ErawanSekretaris Trias SlametBendahara Aji Ari JunaidiManajer Roni FauzanPelatih Redy SupriantoAsisten Pelatih Sukardi Kardok Joice SoronganDokter Tim dr. RadjimanLigaLiga 3Liga 1 2018Peringkat 16, degradasi...

 

In einer Stundentafel wird durch die Schulverwaltung – in Deutschland durch die Kultusministerien – die Anzahl der Unterrichtsstunden festgelegt, die in den verschiedenen Schularten und Klassen- bzw. Jahrgangsstufen auf die jeweiligen Unterrichtsfächer entfallen. Stundentafel des Realgymnasiums Neisse im Schulprogramm 1883/84 Im Rahmen der Stärkung der Schulautonomie werden z. B. in Baden-Württemberg nicht mehr für jede einzelne Jahrgangsstufe feste Anzahlen von Unterrichtsstunde...