Talið er að fyrir 23 milljón árum hafi meginlandið allt verið neðansjávar. Enn í dag eru 93% af þeim 4.920.000 km² sem meginlandið nær yfir undir sjávarmáli. Það er meira en helmingur af Ástralíumeginlandinu að stærð.
Á Sjálandíu eru auðug fiskimið og gaslindir. Stærsta gaslindin er Maui-gaslindin við Taranaki. Leyfi til olíuleitar hafa verið gefin út fyrir svæðið sunnan við Suðureyju Nýja-Sjálands en leit hefur ekki skilað árangri.