Panamaeiðið

Kort af Panamaeiðinu
Gervihnattamynd af svæðinu

Panamaeiðið er eiði sem aðskilur Norður- og Suður-Ameríku. Álfurnar höfðu verið aðskildar frá því á Krít, þegar Pangea brotnaði upp. Þegar töluvert var liðið á plíósen-tímabilið, fyrir um 3,5 milljónum ára, varð til landbrú á milli meginlandanna þegar karabíska flekann rak til austurs og Panamaeiðið varð til.

Áhrif opnunar Panamaeiðsins var afar mikil á fánur Suður- og Norður-Ameríku, þar sem tegundablöndunin mikla átti sér stað. Áhrif myndunar Panamaeiðsins á loftslag á jörðinni voru mikil þar sem selta Atlantshafsins jókst og Golfstraumurinn fór af stað með djúpsjávarmyndun á mörkum Norður-Atlantshafs og Norður-Íshafs. Leiddi þetta til kólnunar á norðurhveli jarðar og vísaði veginn fyrir komu ísaldarinnar.