Hvíta-Rússland

Lýðveldið Hvíta-Rússland
Рэспу́бліка Белару́сь
Respúblíka Bjelarús
Fáni Hvíta-Rússlands Skjaldarmerki Hvíta-Rússlands
Fáni Skjaldarmerki
Þjóðsöngur:
Við Hvít-Rússar
Staðsetning Hvíta-Rússlands
Höfuðborg Minsk
Opinbert tungumál hvítrússneska, rússneska
Stjórnarfar Lýðveldi

Forseti Alexander Lúkasjenkó
Forsætisráðherra Roman Golovtsjenkó
Sjálfstæði frá Sovétríkjunum
 • Yfirlýst 27. júlí 1990 
 • Viðurkennt 25. ágúst 1991 
Flatarmál
 • Samtals
 • Vatn (%)
85. sæti
207.595 km²
0,26
Mannfjöldi
 • Samtals (2018)
 • Þéttleiki byggðar
93. sæti
9.491.800
46/km²
VLF (KMJ) áætl. 2019
 • Samtals 195 millj. dala (69. sæti)
 • Á mann 20.820 dalir (64. sæti)
VÞL (2018) 0.817 (50. sæti)
Gjaldmiðill hvítrússnesk rúbla
Tímabelti UTC +3
Þjóðarlén .by
Landsnúmer +375

Hvíta-Rússland eða Belarús[1][2] (hvítrússneska: Белару́сь, Biełaruś; rússneska: Белару́сь - áður: Белору́ссия) er landlukt ríki í Austur-Evrópu. Það á landamæri að Póllandi í vestri, Litáen í norðvestri, Lettlandi í norðri, Rússlandi í austri og Úkraínu í suðri. Höfuðborg Hvíta-Rússlands er Minsk en aðrar stórar borgir eru Brest, Grodno, Gomel, Mogilev, Vitebsk og Bobruisk. Um þriðjungur landsins er þakinn skógi. Þjónusta og iðnaður eru helstu atvinnugreinar landsins.

Fram á 20. öld skiptist landið milli annarra ríkja eins og Furstadæmisins Polotsk, Stórhertogadæmisins Litáen og Rússneska keisaradæmisins. Eftir Rússnesku byltinguna lýsti Hvíta-Rússland yfir sjálfstæði sem Sovétlýðveldið Hvíta-Rússland sem varð fyrsta sambandslýðveldi Sovétríkjanna. Stór hluti af núverandi landamærum Hvíta-Rússlands urðu til þegar Sovétríkin gerðu innrás í Pólland árið 1939. Eftir herfarir Þjóðverja og Sovétmanna í Síðari heimsstyrjöld var landið sviðin jörð og hafði missti meira en þriðjung íbúanna. Landið byggðist hægt upp aftur eftir stríðið. Í kjölfar Tsjernóbylslyssins 1986 varð Hvíta-Rússland fyrir mikilli geislamengun. Landið lýsti yfir sjálfstæði frá Sovétríkjunum árið 1990 og tók upp nýja stjórnarskrá árið 1994. Í forsetakosningum það ár komst Alexander Lúkasjenkó til valda. Hann lengdi kjörtímabil forseta úr fimm árum í sjö og stjórn hans hefur síðan í vaxandi mæli orðið einræðisstjórn. Hvíta-Rússland er eina land Evrópu sem viðheldur dauðarefsingu.

Helstu útflutningsvörur Hvíta-Rússlands eru unnar olíuafurðir, áburður og landbúnaðarvélar. Atvinnulíf er miðstýrt og að stórum hluta í ríkiseigu. Stærstur hluti íbúa býr í borgum landsins. Um 60% aðhyllast einhvers konar trúarbrögð, aðallega rússneskan rétttrúnað, en lítill hluti aðhyllist rómversk-kaþólska trú. Yfir 70% íbúa tala rússnesku sem er annað opinbert tungumál landsins en aðeins rúm 10% tala hvítrússnesku.

Landfræði

Hvíta-Rússland liggur á milli 51. og 57. gráðu norður og 23. og 33. gráðu austur. Landið er 560 km langt frá norðri til suðurs og 650 km frá austri til vesturs. Hvíta-Rússland er landlukt land, tiltölulega flatlent með stórum mýrum. Um 40% landsins eru þakin skógi.

Um 11.000 stöðuvötn og mikill fjöldi áa eru í landinu. Helstu fljót sem renna um Hvíta-Rússland eru Nemanfljót, Pripjatfljót og Dnjepr. Nemanfljót rennur út í Eystrasalt en Pripjatfljót rennur út í Dnjepr sem rennur út í Svartahaf.

Hæðin Dsjarsjinskaja Hara er hæsti punktur landsins. Hún er aðeins 345 metra yfir sjávarmáli. Lægsti punkturinn er í Nemanfljóti, 90 metra yfir sjávarmáli. Hvíta-Rússland er að meðaltali 160 metrar yfir sjávarmáli. Veðurfar er á mörkum úthafsloftslags og meginlandsloftslags. Vetur eru kaldir eða svalir þar sem lægsti hiti í janúar er milli - 4° og -8°. Sumrin eru svöl og rök með um 18° meðalhita. Meðalársúrkoma er milli 550 og 700 mm.

Náttúruauðlindir í Hvíta-Rússlandi eru meðal annars mór, lítið eitt af náttúrulegum gas- og olíulindum, mergill, kalksteinn, sandur, grús og leir. Um 70% af geisluninni úr Tsjernobylslysinu lenti á Hvíta-Rússlandi og um fimmtungur landbúnaðarlands varð fyrir geislun. Sameinuðu þjóðirnar og fleiri aðilar hafa unnið að því að draga úr geislavirkni á þessum svæðum, meðal annars með notkun sesíns og ræktun repju.

Hvíta-Rússland á landamæri að fimm löndum: Lettlandi í norðri, Litáen í norðvestri, Póllandi í vestri, Rússlandi í norðri og austri og Úkraínu í suðri. Landamærin að Lettlandi og Litáen voru ákveðin með samningum 1995 og 1996 og landamærin að Úkraínu voru staðfest af þingi Hvíta-Rússlands árið 2009. Lokaafmörkun landamæra Hvíta-Rússlands og Litáen var ákveðin árið 2007.

Stjórnmál

Þinghúsið í Minsk í Hvíta-Rússlandi.

Hvíta-Rússland býr við forsetaræði þar sem forseti Hvíta-Rússlands er bæði þjóðhöfðingi og stjórnarleiðtogi. Löggjafinn er Þjóðþing Hvíta-Rússlands. Forsetinn er kjörinn til fimm ára í senn. Í stjórnarskránni frá 1994 mátti forsetinn aðeins sitja í tvö kjörtímabil, en þær takmarkanir voru afnumdar með stjórnarskrárbreytingu árið 2004. Alexander Lúkasjenkó hefur verið forseti landsins frá 1994. Árið 1996 boðaði hann umdeilda atkvæðagreiðslu um breytingar á kjörtímabili forseta. Kosningunum, sem áttu að fara fram árið 1999, var frestað til 2001. Yfirmaður kjörstjórnar, Viktar Hantsjar, lýsti kosningunum sem „stórkostlegri fölsun“. Honum var vikið úr embætti meðan á kosningabaráttunni stóð.

Þing Hvíta-Rússlands situr í tveimur deildum. Í fulltrúadeild eiga 110 þingmenn sæti og í lýðveldisráðinu sitja 64 þingmenn. Fulltrúadeildin skipar forsætisráðherra og getur lýst vantrausti á hann. Hún getur gert breytingar á stjórnarskránni og komið með tillögur varðandi stefnu stjórnarinnar í utanríkis- og innanríkismálum. Lýðræðisráðið skipar ýmsa embættismenn, getur lýst vantrausti á forsetann og hafnað eða samþykkt lög frá fulltrúadeildinni. Hvor deildin getur synjað lögum staðfestingar frá embættismönnum ef þau eru í andstöðu við stjórnarskrá.

Ríkisstjórnin er stjórnarráð ráðherra, undir forsæti forsætisráðherra, og fimm vararáðherrar. Ráðherrar eru skipaðir af forseta og eru ekki endilega þingmenn jafnhliða. Dómsvaldið er í höndum hæstaréttar og sérhæfðra dómstóla, eins og stjórnskipunarréttar sem fæst við túlkun stjórnarskrár og viðskiptalaga. Forseti skipar dómarana sem samþykktir eru af lýðveldisráðinu. Æðsta áfrýjunarstig í sakamálum er hæstiréttur. Stjórnarskráin bannar sérhæfða dómstóla utan dómskerfisins.

Í þingkosningum 2012 stóðu 105 af 110 þingmönnum utan flokka. Kommúnistaflokkur Hvíta-Rússlands fékk 3 sæti og Landbúnaðarflokkur Hvíta-Rússlands og Lýðveldisflokkur vinnu og réttlætis einn hvor. Flestir hinna þingmannanna tengjast hagsmunasamtökum eins og var algengt á þingi Sovétríkjanna.

Í forsetakosningunum 2020 vann Lúkasjenkó enn einu sinni sigur. Kosningarnar voru ekki taldar frjálsar eða lýðræðislegar. Stórfelld mótmæli voru bæld niður og mannréttinda og félagasamtök voru lögð niður eða hættu af ótta við ofsóknir. [3]. Forsetaframbjóðandinn Svetlana Tsíkhanovskaja flúði land. Evrópusambandið, Bretland, Bandaríkin og Kanada hafa sett viðskiptahömlur á landið af þeim sökum og hafa hert þær enn frekar vegna stuðnings stjórnvalda Belarús við innrás Rússlands í Úkraínu 2022.

Her

Hvítrússneskir landamæraverðir við landamærin að Póllandi.

Her Hvíta-Rússlands er undir stjórn varnarmálaráðherra, Andrei Ravkov, og Lúkasjenkós sem er yfirmaður heraflans. Herinn var stofnaður árið 1992 og tók yfir hluta af búnaði og sveitum Sovéthersins í landinu. Breytingin frá Sovéthernum að her Hvíta-Rússlands fól í sér breytingar á skipuriti hersins sem var lokið 1997. Fjöldi hermanna var minnkaður í 30.000.

Í Hvíta-Rússlandi er herskylda í 12 mánuði fyrir menntaða einstaklinga en 18 mánuði fyrir ómenntaða. Vegna fækkunar Hvít-Rússa á herskyldualdri hefur herinn neyðst til að auka fjölda atvinnuhermanna sem voru um 12.000 árið 2001. Árið 2004 varði Hvíta-Rússland 1,4% af vergri landsframleiðslu til hermála.

Hvíta-Rússland hefur ekki lýst yfir vilja til að ganga í NATO, en hefur átt í samstarfi við NATO-ríkin frá 1995. Landið hefur veitt þjónustu við millilendingar flugvéla Alþjóðaliðsins í Afganistan. Hvíta-Rússland er aðili að hernaðarbandalagi sex fyrrum Sovétríkja, Sameiginlegu öryggissáttmálastofnuninni.

Stjórnsýslueiningar

Hvíta-Rússland skiptist í sex héruð (вобласць) sem heita eftir höfuðstöðum sínum. Í hverju héraði er kjörið héraðsráð sem fer með löggjafarvald, og héraðsstjórn sem fer með framkvæmdavald. Formaður héraðsstjórnarinnar er skipaður af forseta landsins. Héruðin skiptast síðan í umdæmi (раён) sem árið 2002 voru 118 talsins, auk 102 bæja og 108 þéttbýlissvæða. Höfuðborgin Minsk skiptist í níu umdæmi og nýtur sérstakrar stöðu.

Héruð Hvíta-Rússlands
Svæði Hvíta-Rússlands
Fáni Svæði Höfuðborg Rússneska Hvítrússneska Mannfjöldi
(2022)[4]
Svæði
(km2)
Þéttleiki Hlutfall
af Hvíta-Rússlandi
1 Минск Мінск 1,987,000 305.50 6,606.48 21.44%
2 Brest-fylki Brest Брестская Брэсцкая 1,356,000 32,790.68 41.11 14.32%
3 Gomel-fylki Gomel Гомельская Гомельская 1,380,000 40,361.66 34.40 14.75%
4 Grodno-fylki Grodno Гродненская Гродзенская 1,037,000 25,118.07 40.88 10.91%
5 Mogilev-fylki Mogilev Могилёвская Магілёўская 1,018,000 29,079.01 35.24 10.89%
6 Minsk-fylki Minsk Минская Мінская 1,464,000 39,912.35 36.86 15.63%
7 Vitebsk-fylki Vitebsk Витебская Вiцебская 1,128,000 40,049.99 28.36 12.06%
Hvíta-Rússland Minsk Беларусь 9,370,000 207,617.26 45.34 100.00%

Heimildir

  1. „Ríkjaheiti – Árnastofnun“. 14. ágúst 2021.
  2. „Stjónarráðið - Hvíta-Rússland (Belarús)“. 14. ágúst 2021.
  3. Mannréttindum hnignar stöðugt í Belarús RÚV, sótt 24. sept. 2022
  4. Official 2022 census results
  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.

Read other articles:

Duta Besar Amerika Serikat untuk YunaniSegel Departemen Negara Amerika SerikatPetahanaGeoffrey R. Pyattsejak September 2016Dicalonkan olehBarack ObamaPejabat perdanaCharles Keating Tuckermansebagai MenteriDibentuk1868Situs webKedubes AS - Athena Berikut ini adalah daftar Duta Besar Amerika Serikat untuk Yunani.[1] 1868–1899 Charles Keating Tuckerman (Menteri 1868–71) John M. Francis (Minister 1871–73) John M. Read, Jr. (Menteri 1873–77) John M. Read, Jr. (Chargé d'Affair...

 

Bagian dari seriPendidikan di Indonesia Kementerian Pendidikan, Kebudayaan, Riset, dan Teknologi Republik Indonesia Pendidikan anak usia dini TK RA KB Pendidikan dasar (kelas 1–6) SD MI Paket A Pendidikan dasar (kelas 7–9) SMP MTs Paket B Pendidikan menengah (kelas 10–12) SMA MA SMK MAK SMA SMTK SMAK Utama Widya Pasraman Paket C Pendidikan tinggi Perguruan tinggi Akademi Akademi komunitas Institut Politeknik Sekolah tinggi Universitas Lain-lain Madrasah Pesantren Sekolah alam Sekolah ru...

 

United States Senate election in New Jersey 1922 United States Senate election in New Jersey ← 1916 November 7, 1922 1928 →   Nominee Edward I. Edwards Joseph S. Frelinghuysen Sr. Party Democratic Republican Popular vote 451,832 362,699 Percentage 54.87% 44.05% County results Edwards:      50–60%      70–80% Frelinghuysen:      40–50%      50–60%  &#...

Sharan Rani BackliwalSharan RaniInformasi latar belakangNama lahirSharan Rani MathurLahir(1929-04-09)9 April 1929DelhiMeninggal8 April 2008(2008-04-08) (umur 78)DelhiGenreMusik klasik IndiaPekerjaaninstrumentalis, sarjana musikInstrumensarod Sharan Rani (juga dikenal sebagai Sharan Rani Backliwal, née Mathur) (9 April 1929 – 8 April 2008) adalah seorang pemain dan sarjana musik klasik India sarod.[1][2] Referensi ^ Sharan Rani passes away: (1929 - 2008). ITC Sange...

 

First-level administrative division of Honduras Politics of Honduras ConstitutionLaw 2009 constitutional crisis 2009 coup d'état Gun politics Human rights LGBT rights Executive President Xiomara Castro Vice Presidents Doris Gutiérrez Renato Florentino Ministries Legislative National Congress President: Luis Redondo Judiciary Supreme Court National Electoral Council Administrative divisions Departments Municipalities Elections Ley de Lemas voting system Recent elections General: 201320172021...

 

此條目可参照英語維基百科相應條目来扩充。 (2022年1月1日)若您熟悉来源语言和主题,请协助参考外语维基百科扩充条目。请勿直接提交机械翻译,也不要翻译不可靠、低品质内容。依版权协议,译文需在编辑摘要注明来源,或于讨论页顶部标记{{Translated page}}标签。 奥斯卡尔·托尔普出生1893年6月8日 逝世1958年5月1日  (64歲)奥斯陆 職業政治人物 政党工党...

This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: Halo Current 93 album – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (May 2012) (Learn how and when to remove this message) 2004 live album by Current 93HaloLive album by Current 93Released2004GenreApocalyptic folkCurrent 93 chronology Live at St. ...

 

لاجئون كوبيون في قارب مليء بالمهاجرين . هروب ماريل الجماعي (بالإنجليزية: Mariel boatlift)‏ و(بالإسبانية: Éxodo del Mariel)‏ هو هجرة جماعية غير شرعية لمواطنين كوبيين حدثت ما بين 15 أبريل و31 أكتوبر 1980.[1][2][3] كان سبب الهجرة هو الانخفاض الحاد الذي شهده اقتصاد كوبا في ذاك الوقت الذي...

 

  روتويرتا ديل بولاجو (بالإسبانية: Retuerta del Bullaque)‏[1]   - بلدية -    روتويرتا ديل بولاجو (سيوداد ريال) روتويرتا ديل بولاجو (سيوداد ريال) تقسيم إداري البلد إسبانيا  [2] المقاطعة مقاطعة ثيوداد ريال خصائص جغرافية إحداثيات 39°27′41″N 4°24′35″W / 39.4613888...

Overview of the role of Buddhism in Mongolia Mongolian Buddhism redirects here. For the branch of Buddhism which the Mongols adopted from Tibet, see Tibetan Buddhism. Part of a series onVajrayana Buddhism TraditionsHistorical traditions: Ari-Acharya Burmese-Bengal † Yunnan Indonesian Esoteric Buddhism † Filipino Esoteric Buddhism † East Asian Chinese Japanese Nepalese Inner Asian Tibetan Altaic (o, x, b, t, k, y) New branches: Gateway of the Hidden Flower New Kadampa Buddhism Shambhala ...

 

  لمعانٍ أخرى، طالع سانت مارتن (توضيح). Saint Martin Sint Maarten (بالهولندية)Saint-Martin (بالفرنسية) خريطة توضيحية لسان مارتن. أصل التسمية مارتين التوروزي  المكتشف كريستوفر كولومبوس  تاريخ الاكتشاف 11 نوفمبر 1493  معلومات جغرافية   المنطقة الكاريبي  الموقع البحر الكاريبي ال�...

 

رضا قلي ميرزا شاهزاده صورة هندية لرضا قلي ميرزا وصي عرش إيران فترة الحكم7 نوفمبر 1738 – 26 يونيو 1740 نوع الحكم وصي العرش تاريخ التتويج 7 نوفمبر 1738 تقليد المنصب الدولة الأفشارية الشاه نادر شاه نادر شاه نصر الله ميرزا حاكم خراسان فترة الحكم8 مارس 1736 – 7 نوفمبر 1738 نوع الحكم حاكم تار...

Pour les articles homonymes, voir Parkinson. Maladie de Parkinson Illustration de l'attitude générale d'un patient atteint de la maladie de Parkinson par WR Gowers. Données clés Symptômes Tremblement, spasticité, hypokinésie et anomalie de la démarche Traitement Traitement Médicament, chirurgie et Hyperbaric oxygen therapy (d) Médicament Cabergoline, DOPA, pramipexole, entacapone, bipéridène, carbidopa (d), pergolide (en), (±)-sélégiline (d), Tolcapone, bromocriptine, trihexyp...

 

Siege in 1269 BC Siege of DapurPart of Ramesses II campaigns in SyriaThe siege of Dapur on a mural in Ramesses II's temple in ThebesDate1269 BC [citation needed]LocationDapur, Hittite Empire (Syria region)Result Egyptian victoryTerritorialchanges Egypt captures DapurBelligerents New Kingdom of Egypt Hittite EmpireCommanders and leaders Pharaoh Ramesses IIPrince Khaemweset UnknownStrength UnknownSeveral archers and foot soldiersSeveral chariotsSeveral siege laddersSeveral mantlets...

 

تقاسم بولندامعلومات عامةبتاريخ 1772 لديه جزء أو أجزاء تقاسم بولندا الأولالتقسيم الثاني لبولنداالتقسيم الثالث لبولنداالتقسيم الرابع لبولندا تعديل - تعديل مصدري - تعديل ويكي بيانات تقسيم الكومنولث البولندي أو تقسيم بولندا [ا] ثلاثة تقسيمات للكومنولث البولندي اللتواني ف...

此條目没有列出任何参考或来源。 (2015年3月29日)維基百科所有的內容都應該可供查證。请协助補充可靠来源以改善这篇条目。无法查证的內容可能會因為異議提出而被移除。 百岁大吉Good Luck类型家庭伦理、賀歲、愛情编剧林锦兰吴翠翠许丽雯张媚纭导演罗温温梁来玲张慧盈主演洪慧芳、陈澍城、陈莉萍、陈泰铭、陈罗密欧、童冰玉、钟琴、曹国辉、蔡琦慧、张振寰、冯伟衷...

 

Central bank of Botswana Bank of BotswanaBanka Ya BotswanaHeadquartersGaborone, BotswanaEstablished1 July 1975 (1975-07-01)OwnershipGovernment of Botswana 100%[1]GovernorCornelius Karlens DekopCentral bank ofBotswanaCurrencyBotswana pulaBWP (ISO 4217)Reserves7 390 million USD[1]Bank rate3.75%Websitebankofbotswana.bw The Bank of Botswana (BoB; Tswana: Polokelo ya Madi ya Botswana) is the central bank of Botswana. When Botswana gained independence f...

 

Concerted economic boycott to pressure a change in policy This article is about a form of political sanction. For the routine business practice, see disinvestment. This article's lead section may be too short to adequately summarize the key points. Please consider expanding the lead to provide an accessible overview of all important aspects of the article. (April 2021) Disinvestment refers to the use of a concerted economic boycott to pressure a government, industry, or company towards a chan...

ХанствоКарабахское ханствоперс. خانات قره‌باغ‎ Ханство на карте военных действий в Закавказском крае (1809 - 1817) с границами по Гюлистанскому мирному договору. Тифлис, 1902 год ←   → 1747 — 1822 Столица Баят (1747—1751)Шахбулаг (1751)Шуша (Панахабад; 1751—1822) Язык(и) азербайджа...

 

أكيكو كوزيما (باليابانية: 児島明子)‏  أكيكو كوزيما عام 1959 معلومات شخصية الاسم عند الميلاد Akiko Kojima الميلاد 29 أكتوبر 1936 (العمر 87 سنة)بلدة طوكيو  [لغات أخرى]‏, مقاطعة طوكيو (الان طوكيو) إمبراطورية اليابان الجنسية اليابان  الطول 5 قدم 6 بوصة (1.68 م) الوزن 54 كيلوغر�...