Vaðhafið

Kort sem sýnir Vaðhafið

Vaðhafið (eða Vaðlahafið) (hollenska: Waddenzee, þýska: Wattenmeer, lágþýska: Wattensee, Waddenzee, enska: The Wadden sea, danska: Vadehavet, vestur-frísneska: Waadsee, norður-frísneska: di Heef) er hafsvæði í suðvesturhluta Norðursjávar við suðvesturströnd Danmerkur og norðvesturströnd Þýskalands og Hollands. Vaðhafið er grunnt hafsvæði eða stór fjara þar sem er mikið af sjávarfitjum og leirum með fjölbreyttu lífríki. Hollenski og þýski hluti hafsins er á heimsminjaskrá UNESCO.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.