Súesflói

Sínaískagi, með Súesflóa vinstra megin og Akabaflóa hægra megin.

Súesflói (arabíska: Khalij as Suways) er sá vestari af tveimur norðurendum Rauðahafsins þar sem það skiptist við Sínaískaga. Hinn endinn liggur í Akabaflóa. Flóinn er 175 km langur að hafnarborginni Súes í norðurendanum, og liggur í sigdal sem hefur myndast fyrir um 40 milljón árum. Mörkin milli Afríku og Asíu liggja eftir miðjum flóanum og gegnum Súeseiðið.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.