Sómovhaf er hafsvæði í Suður-Íshafi undan Oates-strönd og Georgsströnd á Viktoríulandi milli 150° og 170° austur. Vestan við það er D'Urville-haf og austan við það er Rosshaf. Það heitir eftir Mikhaíl Sómov sem var foringi fyrsta sovéska Suðurskautsleiðangursins frá 1955 til 1957.