Petsórahaf

Kort sem sýnir staðsetningu Petsórahafs

Petsórahaf er hafsvæði í suðausturhluta Barentshafs á milli Kolgújeveyjar, Vajgarskeyjar, Júgorskískaga og suðvesturströnd Novaja Semlja. Hafið er mjög grunnt, aðeins 6 metra djúpt að meðaltali en dýpsti punktur þess er á 210 metra dýpi. Hafið er ísi lagt frá nóvember og fram í júní. Það heitir eftir ánni Petsóra sem rennur í það.

Í Petsórahafi er sérstakt botndýralíf. Þar er nokkur olíuvinnsla á vegum Gazprom sem hefur verið gagnrýnt fyrir að stefna lífríki hafsins í voða.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.