Karahaf

Kort sem sýnir Karahaf
Í svifnökkva, Khivous-10, við strönd Karahafs

Karahaf er hafsvæði í Norður-Íshafi norðan við Síberíu. Það heitir eftir ánni Kara sem rennur í það. Karasund og eyjan Novaja Semlja skilja það frá Barentshafi í vestri og eyjaklasinn Severnaja Semlja skilur það frá Laptevhafi í austri.

Karahaf nær yfir 880 þúsund ferkílómetra svæði og meðaldýpt þess er 110 metrar. Það er mun kaldara en Barentshaf sem hlýnar vegna hafstrauma. Karahaf er því ísi lagt í meira en níu mánuði á ári. Mikið af ferskvatni rennur í hafið úr fljótunum Ob, Jenisei, Pjasína og Tajmira svo saltmagnið í hafinu er breytilegt.

Helstu hafnir við hafið eru Novi Port í Jamalo-Nenets og Dikson í Krasnojarsk Krai.

  Þessi landafræðigrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.