Karahaf nær yfir 880 þúsund ferkílómetra svæði og meðaldýpt þess er 110 metrar. Það er mun kaldara en Barentshaf sem hlýnar vegna hafstrauma. Karahaf er því ísi lagt í meira en níu mánuði á ári. Mikið af ferskvatni rennur í hafið úr fljótunum Ob, Jenisei, Pjasína og Tajmira svo saltmagnið í hafinu er breytilegt.