Tonkinflói er grunnt hafsvæði í Suður-Kínahafi sem markast af Víetnam í vestri, Kína í norðri og kínversku eynni Hainan í suðri. Nafn flóans er dregið af nafni víetnamska héraðsins Tonkin. Tonkinflói er aðeins um 60 metra djúpur en 90.000 ferkílómetrar að stærð. Rauðá rennur út í flóann. Helstu borgir eru Haiphong í Víetnam, Beihai á meginlandi Kína og Haikou á Hainan.