Noregur hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 59 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1960, og hefur aðeins verið fjarvera í tvö skipti síðan. Árið 1970 sniðgekk landið keppnina vegna ágreininga varðandi kosningakerfisins, og árið 2002 þegar það fékk ekki nógu góða niðurstöðu árið áður til að taka þátt í keppninni eftir. Norska undankeppnin er Melodi Grand Prix.
Fyrir 1985 var besti árangur Noregs þriðja sæti sem var náð af Åse Kleveland árið 1966. Noregur hefur í heildina unnið keppnina þrisvar, sem var náð af Bobbysocks (1985), Secret Garden (1995) og Alexander Rybak (2009). Noregur hafnaði einnig í öðru sæti í keppninni árið 1996 með Elisabeth Andreassen, sem var fyrrum meðlimur Bobbysocks. Landið hefur endað í seinasta sæti í ellefu skipti, fjögur af þeim fengu núll stig. Árið 2019 varð Noregur þriðja landið til að vinna símakosninguna en ekki keppnina í heild sinni (hin verandi Ítalía árið 2015 og Rússland árið 2016). Noregur hefur endað í topp-5 ellefu sinnum.
Yfirlit þátttöku (niðurstöður)
Þessi grein þarf að uppfæra. Þú getur hjálpað við að uppfæra þessa grein í samræmi við nýlega atburði eða nýjar upplýsingar. (maí 2022)
↑ 5,05,1Ef að land hefur unnið árið áður, þarf það ekki að keppa í undanúrslitunum árið eftir.
↑ 6,06,1Samkvæmt þáverandi reglum Eurovision komust öll topp-10 löndin, ásamt „Stóru Fjóru“ löndunum, sjálfkrafa áfram í úrslit næstkomandi ár. Sem dæmi, ef Þýskaland og Frakkland væru innan topp-10 sætanna, fengju löndin í ellefta og tólfta sæti pláss í úrslitunum árið eftir með þeim löndum sem voru líka innan topp-10.
↑Þótt lagið var að mestu flutt á ensku, er titillinn og línan „Ven a bailar conmigo“ á spænsku.
↑Þótt lagið var að mestu flutt á ensku (ásamt joiki), er línan „Čajet dan čuovgga“ á norðursamísku.