Edduverðlaunin 2004 voru afhending Edduverðlauna Íslensku sjónvarps- og kvikmyndaakademíunnar á Hotel Nordica, 14. nóvember 2004. Aðalkynnar kvöldsins voru Kristján Kristjánsson og Helga Braga Jónsdóttir. Veitt voru verðlaun í fjórtán flokkum, sem var einum færri en árið áður. Flokkarnir leikari og leikkona ársins annars vegar og leikari og leikkona í aukahlutverki hins vegar var skellt saman og fimm tilnefndir í hvorum flokknum í stað þriggja áður. Þá var aftur bætt við flokknum „Leikið sjónvarpsefni“ sem hafði verið felldur út árið áður. Flokkurinn „Fréttamaður ársins“ var einnig felldur út en í staðinn kom „Skemmtiþáttur ársins í sjónvarpi“.
Af kvikmyndum í fullri lengd bar mest á Kaldaljósi Hilmars Oddssonar með Ingvar E. Sigurðsson í aðalhlutverki sem hlaut fimm edduverðlaun. Tvær heimildarmyndir sem báðar fjölluðu um Málverkafölsunarmálið fengu tilnefningu: Án titils eftir Þorstein J. Vilhjálmsson, og Faux - Í þessu máli eftir Sólveigu Anspach.
Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2004
Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir.
Handhafi
|
Páll Steingrímsson kvikmyndagerðarmaður, fyrir langan og farsælan feril á sviði heimildarmynda, með sérstaka áherslu á náttúru og umhverfi.
|
|
---|
|
Verðlaunaflokkar | |
---|
Annað | |
---|
Eldri flokkar | |
---|
|