Myndataka og klipping

Myndataka og klipping voru verðlaunaflokkur Edduverðlaunanna sem voru veitt af ÍKSA árin 2005 og 2007. Áður höfðu þau verði veitt undir nafninu Hljóð og mynd sem aftur höfðu verið hluti af Fagverðlaunum ársins. Árið 2006 voru þau felld undir flokkinn Útlit myndar, en árið 2008 voru búnir til nýju flokkarnir Kvikmyndataka ársins og Klipping ársins.

Bergsteinn Björgúlfsson vann verðlaunin í bæði skiptin fyrir kvikmyndatöku.

Verðlaunahafar

Ár Handhafi Kvikmynd
2007 Bergsteinn Björgúlfsson fyrir myndatöku Foreldrar
2005 Bergsteinn Björgúlfsson fyrir myndatöku Gargandi snilld