Edduverðlaunin 2005 voru afhending Edduverðlauna Íslensku kvikmynda- og sjónvarpsakademíunnar á Hotel Nordica, 13. nóvember 2005. Aðalkynnir kvöldsins var Þorsteinn Guðmundsson. Veitt voru verðlaun í fimmtán flokkum, en flokknum „Klipping og myndataka“ var bætt við frá árinu áður.
Kvikmyndin Voksne mennesker eftir Dag Kára fékk fimm tilnefningar og fjögur verðlaun. Latibær fékk líka fimm tilnefningar en aðeins ein verðlaun, fyrir leikbrúður í flokknum „Útlit myndar“. Silvía Nótt var áberandi á hátíðinni, hlaut verðlaunin fyrir skemmtiþátt ársins og var kosin vinsælasti sjónvarpsmaðurinn í netkosningu. Þetta var í fyrsta skipti sem framlag Íslands til forvals Óskarsins var ekki sú kvikmynd sem valin var besta kvikmyndin.
Tilnefningar og handhafar Edduverðlauna 2005
Handhafar Edduverðlaunanna í hverjum flokki eru feitletraðir og gulllitaðir.
Leikstjóri
|
Kvikmynd
|
Ólafur Jóhannesson |
Africa United
|
Dagur Kári |
Voksne mennesker
|
Marteinn Þórsson og Jeff Renfroe |
One Point O
|
|
---|
|
Verðlaunaflokkar | |
---|
Annað | |
---|
Eldri flokkar | |
---|
|