Guðrún lét lífið í bílslysi við brú á Tungufljóti þar sem hún var á ferð með eiginmanni sínum Sigurbirni, guðfræðingi og kennara, tveimur dætrum, Guðrúnu Valgerði og Sigrúnu Kristínu og einkabílstjóra þegar bílinn fór út af veginum og út í ána. Bílstjórinn og Sigurbjörn björguðust en dætur hennar drukknuðu með henni. Þetta var eitt fyrsta alvarlega bílslysið sem átti sér stað á Íslandi.[1][2]
Ævi
Faðir Guðrúnar var Lárus Halldórsson, þingmaður og prestur. Móðir hennar var Kirstín Katrín Pétursdóttir Guðjohnsen, húsmóðir en faðir hennar Pétur Guðjohnsen var einnig þingmaður. Guðrún var þriðja systkynið í hópi sex og árið 1885 fluttist fjölskyldan til Reyðarfjarðar þar sem Lárus faðir hennar gerðist prestur fríkirkjusafnaðarins. Guðrún gekk ekki í skóla heldur hlaut menntun í heimahúsi. Rétt fyrir aldamótin, 1899 fluttist fjölskylda hennar svo til Reykjavíkur. Árið 1902 giftist Guðrún Sigurbirni Ástvaldi Gíslasyni, presti og stofnanda elliheimilisins Grundar. Guðrún var húsfreyja í Ási á Sólvöllum í Reykjavík frá 1906 til æviloka. Hún og Sigurbjörn eignuðust alls tíu börn en helmingur þeirra dóu ung og barnlaus.