Stuttmynd ársins

Stuttmynd ársins er verðlaunaflokkur Edduverðlaunanna sem var fyrst tekinn upp árið 2001 fyrir stuttmyndir ásamt leiknu sjónvarpsefni ársins í flokki sem var kallaður "sjónvarpsverk/stuttmynd ársins". Það ár vann sjónvarpsþátturinn Fóstbræður verðlaunin. Næsta ár fékk stuttmynd ársins hins vegar eigin flokk og hafa verðlaun verið veitt í þeim flokki árlega síðan. Fyrsta stuttmyndin sem hlaut Edduverðlaun var mynd Gunnars Karlssonar Litla lirfan ljóta.

Verðlaunahafar

Ár Kvikmynd Leikstjóri Athugasemdir
2023 Hreiður Hlynur Pálmason
2022 Eggið Haukur Björgvinsson
2021 Já-fólkið Gísli Darri Halldórsson
2020 Blaðberinn Ninna Rún Pálmadóttir
2019 Nýr dagur í Eyjafirði Magnús Leifsson
2018 Atelier Elsa María Jakobsdóttir
2017 Ungar Nanna Kristín Magnúsdóttir
2016 Regnbogapartý Eva Sigurðardóttir
2015 Hjónabandssæla Jörundur Ragnarsson
2014 Hvalfjörður Guðmundur Arnar Guðmundsson
2013 Sailcloth Elfar Aðalsteins
2012 Skaði Börkur Sigþórsson
2011 Clean Ísold Uggadóttir
2010 Njálsgata Ísold Uggadóttir
2008 Smáfuglar Rúnar Rúnarsson
2007 Bræðrabylta Grímur Hákonarson
2006 Anna og skapsveiflurnar Gunnar Karlsson
2005 Töframaðurinn Reynir Lyngdal
2004 Síðasti bærinn Rúnar Rúnarsson tilnefnd til Óskarsverðlauna
2003 Karamellumyndin Gunnar B. Guðmundsson
2002 Litla lirfan ljóta Gunnar Karlsson
2001 Fóstbræður Ragnar Bragason sem sjónvarpsverk/stuttmynd ársins