Stuttmynd ársins er verðlaunaflokkur Edduverðlaunanna sem var fyrst tekinn upp árið 2001 fyrir stuttmyndir ásamt leiknu sjónvarpsefni ársins í flokki sem var kallaður "sjónvarpsverk/stuttmynd ársins". Það ár vann sjónvarpsþátturinn Fóstbræður verðlaunin. Næsta ár fékk stuttmynd ársins hins vegar eigin flokk og hafa verðlaun verið veitt í þeim flokki árlega síðan. Fyrsta stuttmyndin sem hlaut Edduverðlaun var mynd Gunnars Karlssonar Litla lirfan ljóta.
Verðlaunahafar
|
---|
|
Verðlaunaflokkar | |
---|
Annað | |
---|
Eldri flokkar | |
---|
|