Hlynur Pálmason (f. 30. september 1984) er íslenskur kvikmyndaleikstjóri og handritshöfundur. Hlynur er uppalinn á Höfn í Hornafirði[1]. Hann útskrifaðist úr Danska kvikmyndaskólanum í Kaupmannahöfn (Den Danske Filmskole) árið 2013[2]. Fyrsta kvikmynd Hlyns í fullri lengd er Vetrarbræður (Vinterbrødre) (2017) og er dönsk. Hans önnur mynd, Hvítur, hvítur dagur (2019) fékk mjög góðar viðtökur og fjöldann allan af tilnefningum og verðlaunum[3].