Svínasúpan er sjónvarpsþáttur sem sýndir voru á Stöð 2 á árunum 2003-2004. Óskar Jónasson var leikstjóri í báðum þáttaröðum og þættirnir voru framleiddir af Storm. Þáttaraðirnir voru tvær talsins. Leikarar þáttarins eru Auðunn Blöndal sjónvarpsmaður, Edda Björg Eyjólfsdóttir leikona, Guðlaug Elísabet Ólafsdóttir leikkona, Pétur Jóhann Sigfússon leikari, Sverrir Þór Sverrisson (Sveppi) sjónvarpsmaður og Sigurjón Kjartansson tónlistarmaður og útvarpsmaður. Jón Gnarr bættist svo við í annari þáttaröð.[1] Höfundar hrandrits voru Auðunn Blöndal, Pétur Jóhann Sigfússon, Sigurjón Kjartansson, Sverrir Þór Sverrisson og Þrándur Jensson í báðum þáttaröðum. Yfirumsjón handrits sá Sigurjón Kjartansson um. DVD diskur Svínasúpunnar fór í gullsölu og mæðrastyrksnefnd var veitt eintök af myndisknum við afhendingu gullplötunnar.[2]
Þættirnir voru í báðum þáttaröðum átta talsins.[3]
Tilvísanir