Ungverjaland í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva

Ungverjaland

Sjónvarpsstöð Duna
Söngvakeppni A Dal
Ágrip
Þátttaka 17 (14 úrslit)
Fyrsta þátttaka 1994
Besta niðurstaða 4. sæti: 1994
Núll stig Aldrei
Tenglar
Síða Ungverjalands á Eurovision.tv

Ungverjaland hefur tekið þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 17 sinnum síðan að frumraun landsins í keppninni átti sér stað árið 1994. Landið reyndi að taka þátt árið 1993, en komst ekki áfram úr undankeppninni.[a]

Fyrsta þátttaka landsins árið 1994 reyndist vera sú árangursríkasta þar sem að Friderika Bayer endaði í fjórða sæti. Eina önnur topp-5 niðurstaða landsins var árið 2014 með András Kállay-Saunders í fimmta sæti. Aðrar topp-10 niðurstöður voru með Magdi Rúzsa í níunda sæti (2007), ByeAlex í tíunda sæti (2013) og Joci Pápai í áttunda sæti (2017).

Yfirlit þátttöku (niðurstöður)

Merkingar
2 Annað sæti
3 Þriðja sæti
Síðasta sæti
Framlag valið en ekki keppt
Ár Flytjandi Lag Tungumál Úrslit Stig U.úrslit Stig
1993 Andrea Szulák Árva reggel ungverska Komst ekki áfram [a] 6 44
1994 Friderika Bayer Kinek mondjam el vétkeimet? ungverska 4 122 Engin undankeppni
1995 Csaba Szigeti Új név a régi ház falán ungverska 22 3
1996 Gjon Delhusa Fortuna ungverska Komst ekki áfram [b] 23 26
1997 V.I.P. Miért kell, hogy elmenj? ungverska 12 39 Engin undankeppni
1998 Charlie A holnap már nem lesz szomorú ungverska 23 4
2005 NOX Forogj, világ! ungverska 12 97 5 167
2007 Magdi Rúzsa Unsubstantial Blues enska 9 128 2 224
2008 Csézy Candlelight enska, ungverska Komst ekki áfram 19 6
2009 Zoli Ádok Dance with Me enska 15 16
2011 Kati Wolf What About My Dreams? enska, ungverska 22 53 7 72
2012 Compact Disco Sound of Our Hearts enska 24 19 10 52
2013 ByeAlex Kedvesem (Zoohacker Remix) ungverska 10 84 8 66
2014 András Kállay-Saunders Running enska 5 143 3 127
2015 Boggie Wars for Nothing enska 20 19 8 67
2016 Freddie Pioneer enska 19 108 4 197
2017 Joci Pápai Origo ungverska 8 200 2 231
2018 AWS Viszlát nyár ungverska 21 93 10 111
2019 Joci Pápai Az én apám ungverska Komst ekki áfram 12 97
Engin þátttaka síðan 2019 (5 ár)
  1. 1,0 1,1 Ungverjaland komst ekki upp úr Kvalifikacija za Millstreet sem var undankeppnin árið 1993. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.
  2. Ungverjaland komst ekki áfram árið 1996. Aðeins var keppt með hljóðupptökum fyrir undankeppnina. Síða Eurovision tekur fram að landið komi ekki fram þetta ár.
  Þessi sjónvarpsgrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.