Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva 2005 var haldin í Kænugarði, Úkraínu eftir að Rúslana vann keppnina árið 2004 með laginu „Wild Dances“. Hún var í umsjón Sambands evrópskra sjónvarpsstöðva (EBU) og Natsionalna Telekompaniia Ukrainy (NTU) og fór fram í Palats Sportu dagana 19. og 21. maí 2005. Sigurvegarinn var Grikkland með lagið „My Number One“ eftir Helena Paparizou.