Oxford-háskóli (enskaUniversity of Oxford eða Oxford University) er háskóli í bænum Oxford á Englandi. Hann er elsti háskólinn í ensku-mælandi landi.
Háskólinn á rætur að rekja að minnsta kosti til loka 12. aldar en ekki er vitað nákvæmlega hvenær skólinn var stofnaður. Sagan hermir að óeirðir hafi brotist út á milli nemenda og þorpsbúa árið 1209 og þá hafi sumir fræðimenn flúið norðaustur til bæjarins Cambridge og stofnað þar Cambridge-háskóla. Skólarnir hafa æ síðan att kappi hvor við annan og hafa löngum þótt bestu háskólar Bretlands.
Dagblaðið The Times telur Oxford-háskóla vera besta breska háskólann árið 2007Times Higher Education Supplement taldi skólann 3. besta háskóla heims árið 2005.
Nemendur við skólann eru um 23 þúsund. Þar af eru um 15.500 grunn-nemar og rúmlega 7 þúsund framhaldsnemar. Einkunnarorð skólans eru: Dominus illuminatio mea eða „Drottinn er upplýsing mín.“
Skólar innan skólans
Innan Oxford-háskóla eru 39 smærri skólar (e. colleges) sem eru að einhverju leyti sjálfstæðar stjórnsýslu einingar en lúta að öðru leyti sameiginlegri yfirstjórn háskólans.
Hefðbundinn skólarígur hefur ríkt milli sumra skóla innan háskólans. Oft er slíkur rígur milli nágrannaskóla sem etja t.d. kappi hvor við annan í íþróttum. Sem dæmi má nefna hefðbundinn ríg milli: