Rupert Murdoch

Rupert Murdoch
Rupert Murdoch árið 2012.
Fæddur11. mars 1931 (1931-03-11) (93 ára)
ÞjóðerniÁstralskur (til 1985)
Bandarískur (frá 1985)
MenntunWorcester College, Oxford (BA)
StörfFjölmiðlamaður
MakiPatricia Booker (g. 1956; sk. 1967)
Anna Maria Torv (g. 1967; sk. 1999)
Wendi Deng (g. 1999; sk. 2013)
Jerry Hall (g. 2016; sk. 2022)
Börn6

Keith Rupert Murdoch (f. 11. mars 1931) er bandarískur viðskipta- og fjölmiðlajöfur af áströlskum uppruna. Hann er eigandi fjölmiðlasamsteypunnar News Corporation og í gegnum hana á hann fjölda dagblaða og fréttamiðla um allan heim, meðal annars The Sun og The Times í Bretlandi, The Daily Telegraph, Herald Sun og The Australian í Ástralíu og The Wall Street Journal og The New York Post í Bandaríkjunum. Vegna eignarhalds síns í svo stórum hluta enskumælandi fjölmiðla í þessum löndum er Murdoch gjarnan talinn njóta verulegra áhrifa í bandarískum, breskum og áströlskum stjórnmálum.

Æviágrip

Faðir Ruperts Murdoch, Sir Keith Murdoch, var virtur stríðsfréttaritari í fyrri heimsstyrjöldinni fyrir blaðið Melbourne Herald, stærsta blað Ástralíu á þeim tíma. Rupert fór ungur að árum til Bretlands í nám við Oxford-háskóla. Eftir að hann útskrifaðist úr námi hóf hann störf við blaðamennsku hjá blöðunum Daily Express og News Chronicle.[1]

Murdoch sneri brátt aftur til Ástralíu. Þegar faðir hans lést árið 1952 erfði Murdoch 57 prósenta eignarhlut hans í dagblaðinu Adelaide News.[2] Blaðið átti á þeim tíma minnkandi vinsældum að fagna en eftir að Rupert Murdoch tók við stjórn þess jukust áhrif þess verulega.[1] Árið 1960 keypti Murdoch samsteypu sem átti og gaf út 24 héraðsdagblöð í Nýja Suður-Wales, auk þess sem hann eignaðist miðlana Daily Mirror og The Truth í Sydney og Brisbane. Tveimur árum síðar keypti Murdoch jafnframt meirihluta í sjónvarpsstöðinni Nine Network TV og árið 1964 hóf hann útgáfu á dagblaðinu The Australian, sem var dreift á landsvísu um Ástralíu.[3]

Murdoch keypti upp fjölda dagblaða sem rekin voru með hallarekstri og tókst að koma rekstri margra þeirra á réttan kjöl. Hagnaðinn notaði hann til að fjármagna frekari yfirtökur. Meðal annars reyndi hann að kaupa sér leið inn á ástralska sjónvarpsmarkaðinn með yfirtöku á sjónvarpsstöð í Wollongong en gat það ekki þar sem áströlsk lög bönnuðu honum að eiga bæði dagblað og sjónvarpsstöð í sömu borg. Murdoch beitti dagblöðum sínum óspart til þess að kalla eftir því að þessum lögum yrði breytt.[3]

Árið 1969 keypti Murdoch dagblöðin The Sun og News of the World í Bretlandi. Hann lét leysa fjölda starfsmanna blaðanna frá störfum og komst þannig upp á kant við bresku verkalýðshreyfinguna í deilum sem enduðu með uppþotum. Á áttunda áratugnum seildist veldi Murdochs til áhrifa í Bandaríkjunum með yfirtöku á blöðunum San Antonio Express árið 1973 og The New York Post árið 1976. Hann hélt jafnframt áfram útþenslu í breskri dagblaðaútgáfu með kaupum á blöðunum The Times og The Sunday Times.[3] Murdoch hét því við þessi tilefni að hann myndi virða sjálfstæði ritstjórna The Times en margir Bretar treystu ekki þessum fyrirheitum hans.[3]

Murdoch stofnaði fjölmiðlasamsteypuna News Corporation utan um dagblaða- og sjónvarpsstarfsemi sína árið 1980.[2] Á níunda áratugnum jók Murdoch mjög umsvif sín í sjónvarpsrekstri með stofnun Fox Network í Bandaríkjunum og yfirtöku á 20th Century Fox.[3] Á tíunda áratugnum varð Murdoch að selja talsverðan hluta þeirra dagblaða sem hann hafði keypt í Bandaríkjunum vegna mikilla skulda sem fyrirtækjasamsteypa hans hafði safnað upp.[2]

Árið 2011 lenti fjölmiðlasamsteypa Murdochs í miðju hneykslismála þegar upplýst var um að blöð hans hefðu beitt símhlerunum og innbrotum í talhólf til þess að afla upplýsinga.[4] Blöð Murdochs voru sökuð um að hafa hlerað farsíma allt að 4.000 manns og mútað lögreglumönnum til að komast yfir upplýsingar.[5] Ásakanirnar leiddu til þess að Murdoch lét hætta útgáfu á blaðinu News of the World.[6]

Murdoch tilkynnti í september 2023 að hann hygðist setjast í helgan stein og að sonur hans, Lachl­an Mur­doch, myndi taka við af honum sem stjórnarformaður Fox-sam­steyp­unn­ar og News-sam­steyp­unn­ar.[7][8]

Stjórnmálaskoðanir og pólitísk umsvif

Rupert Murdoch er hægrisinnaður og fjölmiðlaveldi hans er gjarnan talið draga taum Repúblikanaflokksins í bandarískum stjórnmálum. Gagnrýnendur Murdochs hafa gjarnan sakað hann um að beita miðlum sínum óspart til að greiða veg hægrisinnaðra stjórnmálamanna á borð við Ronald Reagan, Margaret Thatcher, John Howard og George W. Bush. Í aðdraganda Íraksstríðsins árið 2003 lýstu öll 173 dagblöðin í eigu Murdochs yfir stuðningi við stríðið.[3] Í þingkosningum Bretlands árið 1997 fóru Murdoch og blöð hans hins vegar að styðja Tony Blair og „nýja Verkamannaflokkinn“ í Bretlandi.[9] Murdoch snerist síðar gegn eftirmanni Blair, Gordon Brown, og blöð hans fóru aftur að styðja Íhaldsflokkinn frá og með þingkosningum ársins 2010.[4]

Í dægurmenningu

Persónan Elliot Carver, illmennið í James Bond-kvikmyndinni Tomorrow Never Dies, er sagður byggður á Rupert Murdoch.[3] Sjónvarpsþættirnir Succession eru jafnframt taldir byggja á sögu Murdochs.[9]

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 „Rupert Murdoch: Á blöð í þremur heimsálfum“. Morgunblaðið. 1. febrúar 1981. bls. 22-23.
  2. 2,0 2,1 2,2 Grétar Júníus Guðmundsson (9. ágúst 2007). „Þræðir Murdochs liggja víða“. Morgunblaðið. bls. 7.
  3. 3,0 3,1 3,2 3,3 3,4 3,5 3,6 Helgi Mar Árnason (17. nóvember 2005). „Murdoch og heimsveldið“. Morgunblaðið. bls. 20.
  4. 4,0 4,1 Bogi Þór Arason (20. júlí 2020). „Kveðst ekki bera ábyrgðina“. Morgunblaðið. bls. 17.
  5. Kristján Jónsson (9. júlí 2011). „Murdoch í vörn“. mbl.is. Sótt 11. desember 2022.
  6. „Útgáfu á News of the World hætt“. Viðskiptablaðið. 7. júlí 2011. Sótt 11. desember 2022.
  7. „Rupert Murdoch lætur af stjórnarformennsku“. mbl.is. 21. september 2023. Sótt 21. september 2023.
  8. Samúel Karl Ólason (21. september 2023). „Rupert Murdoch sest í helgan stein“. Vísir. Sótt 21. september 2023.
  9. 9,0 9,1 Sunna Valgerðardóttir (4. desember 2022). „Mógúllinn sem getur fórnað lýðræði fyrir heimsveldi“. RÚV. Sótt 5. desember 2022.

Read other articles:

Drakula MantuSelebaranSutradaraNya Abbas AkupProduserErie Irawan KaslanRusdy HoeseinDitulis olehNya Abbas AkupPemeranBenyamin STan Tjeng BokPong HardjatmoNetty HerawatiRice Marghareta GerungWahab AbdiSyamsudin SyafeiIntan NurcahyaBenny GaokJudi ASAsfal FuadSalimRudy DjamilPenata musikMus MualimPenyuntingAlex A. HassanDistributorPT. Ratna Indah Kartika FilmTanggal rilis 1974 (1974) Durasi95 menitNegaraIndonesia Drakula Mantu adalah film komedi Indonesia tahun 1974 dengan disutradara...

 

 

1954–1962 war of Algerian independence from France Not to be confused with Algerian Civil War. For other uses, see List of wars involving Algeria. Algerian Warثورة التحرير الجزائريةGuerre d'AlgériePart of the Cold War and the decolonisation of AfricaCollage of the French war in AlgeriaDate1 November 1954 – 19 March 1962(7 years, 4 months, 2 weeks and 4 days)LocationFrench AlgeriaResult Algerian victory Algerian independence Military stalemate[1...

 

 

NASA facility in Houston, Texas Lunar Sample Laboratory FacilityVintage (left) and contemporary (right) glove boxes as seen in 2015Established1979 (1979)Field of researchGeologyAddressLyndon B. Johnson Space CenterLocationHouston, Texas, U.S.29°33′34″N 95°05′00″W / 29.5594°N 95.0833°W / 29.5594; -95.0833ZIP code77058Operating agencyNASAWebsitecurator.jsc.nasa.gov/lunar/laboratory_tour.cfm The Lunar Sample Laboratory Facility (LSLF) is a repository...

Sprint CorporationJenisUmum (NYSE: S)IndustriTelekomunikasiDidirikanAbilene, Kansas, AS (1899)PendiriCleyson Brown (Sprint)Morgan O'Brien (Nextel)KantorpusatOverland Park, KansasWilayah operasiAmerika Serikat dan seluruh duniaTokohkunciJames Hance, PimpinanDaniel Hesse, Pimpinan EksekutifJasaLayanan telepon genggam Layanan InternetPendapatan US$ 40.15 miliar (2007)Laba operasi US$ -28.9 miliar (2007)Laba bersih US$ -29.6 miliar (2007)Karyawan60,000 (2007)Situs websprint.comCatatan kaki /...

 

 

This article is about the men's team. For the women's team, see England women's cricket team. Sports team EnglandAssociationEngland and Wales Cricket BoardPersonnelTest captainBen StokesOne Day captainJos ButtlerT20I captainJos ButtlerCoachTest - Brendon McCullum ODI & T20I - Matthew MottHistoryTest status acquired1877International Cricket CouncilICC statusFull Member (1909)ICC regionEuropeICC Rankings Current[1] Best-everTest 3rd 1st (1 June 1955)ODI 6th 1st (1 January 1981)...

 

 

U.S. diplomatic office Office of the Special Envoy to Monitor and Combat AntisemitismSeal of the United States Department of StateAgency overviewFormed2004; 20 years ago (2004)JurisdictionExecutive branch of the United StatesAnnual budget$1.75 million (2024)Agency executiveDeborah Lipstadt, Special Envoy (ambassador-at-large)Parent departmentU.S. Department of StateWebsiteOfficial website The Office of the Special Envoy to Monitor and Combat Antisemitism (formerly the Office...

Hospital in Memphis, Tennessee, United States Hospital in Tennessee, United StatesSt. Jude Children's Research HospitalMain entranceGeographyLocation262 Danny Thomas Place, Memphis, Tennessee, United StatesCoordinates35°09′12″N 90°02′32″W / 35.153469°N 90.042207°W / 35.153469; -90.042207OrganizationCare systemPrivate & CharityTypeSpecializedReligious affiliationNoneServicesStandardsJCAHO accreditationEmergency departmentNoPublic transit access MATAHisto...

 

 

Motor rifle division of the Soviet military 242nd Motor Rifle DivisionActive1972–1989Country Soviet UnionBranchSoviet ArmyTypeMotorized infantryGarrison/HQAbakanMilitary unitThe 242nd Motor Rifle Division was a motorized infantry division of the Soviet Army. The division existed from 1972 to 1988 and was based in Abakan. The division became a storage base in 1989 and was disbanded in 2009.[1] History The 242nd Motor Rifle Division was activated in 1972 in Abakan as part of the ...

 

 

此條目可参照英語維基百科相應條目来扩充。 (2021年5月6日)若您熟悉来源语言和主题,请协助参考外语维基百科扩充条目。请勿直接提交机械翻译,也不要翻译不可靠、低品质内容。依版权协议,译文需在编辑摘要注明来源,或于讨论页顶部标记{{Translated page}}标签。 约翰斯顿环礁Kalama Atoll 美國本土外小島嶼 Johnston Atoll 旗幟颂歌:《星條旗》The Star-Spangled Banner約翰斯頓環礁�...

سير أعلام النبلاء معلومات الكتاب المؤلف شمس الدين الذهبي اللغة العربية النوع الأدبي السيرة[1]  الموضوع علم التراجم ترجمة المترجم عربي المواقع ويكي مصدر سير أعلام النبلاء  - ويكي مصدر تعديل مصدري - تعديل   سير أعلام النبلاء هو كتاب في علم التراجم ألفه الحافظ...

 

 

Octobre 1781 Nombre de jours 31 Premier jour Lundi 1er octobre 17811er jour de la semaine 40 Dernier jour Mercredi 31 octobre 17813e jour de la semaine 44 Calendrier octobre 1781 Sem Lu Ma Me Je Ve Sa Di 40 1er 2 3 4 5 6 7 41 8 9 10 11 12 13 14 42 15 16 17 18 19 20 21 43 22 23 24 25 26 27 28  44 29 30 31 1781 • Années 1780 • XVIIIe siècle Mois précédent et suivant Septembre 1781 Novembre 1781 Octobre précédent et suivant Octobre 1780 Octobre 1782 Chronologi...

 

 

Spanish explorer García López de CárdenasGarcía López de Cárdenas exploring the Grand Canyon in 1540. (Painting by Augusto Ferrer-Dalmau, 21st century)Bornc. 1500Llerena, Badajoz, Crown of CastileDiedunknownunknownNationalitySpanishOccupationConquistadorKnown forFirst European to discover the Grand Canyon García López de Cárdenas y Figueroa was a Spanish conquistador who was the first European to see the Grand Canyon. Life Cárdenas was born in Llerena, Crown of Castile, second ...

У Вікіпедії є статті про інших людей із прізвищем Кобринський. Наталія Кобринська Наталія Кобринська, 1880-тіІм'я при народженні Наталія ОзаркевичНародилася 8 червня 1855(1855-06-08)[1][2] або 8 червня 1851(1851-06-08)Белелуя, Снятинський повіт, Королівство Галичини та Володим...

 

 

First-person shooter video game series This article is about the franchise. For other uses, see Borderland. Video game seriesBorderlandsGenre(s)Action role-playing, first-person shooterDeveloper(s)Gearbox Software2K AustraliaTelltale GamesPublisher(s)2KTelltale GamesPlatform(s)PlayStation 3, Windows, Xbox 360, OS X, PlayStation Vita, iOS, Linux, Android, PlayStation 4, Xbox One, Stadia, Nintendo Switch, Xbox Series X/S, PlayStation 5First releaseBorderlandsOctober 20, 2009Latest releaseNew Ta...

 

 

Orang kulit hitam yang terkenalAtas: W.E.B. Du Bois, MLK dan Nelson MandelaBawah: Wangari Maathai, Rosa Parks, Sojourner Truth Seorang wanita Kongo Orang kulit hitam adalah sebuah istilah yang digunakan di negara-negara tertentu, sering kali secara sosial berdasarkan pada sistem klasifikasi rasial atau etnisitas, untuk menyebut orang yang berkulit hitam dibandingkan dengan penduduk lainnya. Karena itu, pengatiannya banyak ragamnya di dalam maupun antar masyarakat, dan tergantung pada konteks....

Villa CarlottaFacciata principale della villa con giardino all’italiana e fontanaLocalizzazioneStato Italia RegioneLombardia LocalitàTremezzina IndirizzoVia Regina 2 Coordinate45°59′11.04″N 9°13′51.02″E45°59′11.04″N, 9°13′51.02″E Informazioni generaliCondizioniIn uso Costruzione1690 Stilearchitettura neoclassica italiana UsoMuseo Piani3 RealizzazioneProprietarioEnte Morale Villa Carlotta CommittenteGiorgio II Clerici Modifica dati su Wikidata · Manuale Villa ...

 

 

List of events that occurred in February 1909 1909 January February March April May June July August September October November December << February 1909 >> Su Mo Tu We Th Fr Sa 01 02 03 04 05 06 07 08 09 10 11 12 13 14 15 16 17 18 19 20 21 22 23 24 25 26 27 28   February 17, 1909: Geronimo, Chief of the Apaches, dead at 79 February 22, 1909: The Great White Fleet completes its round the world tour. The following events occurred in February 1909: February 1, 1909 (Monday) In...

 

 

この記事は検証可能な参考文献や出典が全く示されていないか、不十分です。 出典を追加して記事の信頼性向上にご協力ください。(このテンプレートの使い方)出典検索?: Dancing Fantasy – ニュース · 書籍 · スカラー · CiNii · J-STAGE · NDL · dlib.jp · ジャパンサーチ · TWL (2019年4月) この記事の主題はウィキペディアにおける音楽�...

Pour les articles homonymes, voir John Jacob Astor IV et Astor. John Jacob AstorJohn Jacob Astor, détail d'une peinture à l'huile de Gilbert Stuart, 1794.BiographieNaissance 17 juillet 1763Walldorf, Palatinat du RhinDécès 29 mars 1848 (à 84 ans)New York, États-UnisSépulture Trinity Church CemeteryNom de naissance Johann Jakob AstorNationalité Saint-EmpireActivités Entrepreneur, négociantFamille Famille AstorPère Johann Jakob Astor (d)Mère Maria Magdalena (d)Conjoint Sarah To...

 

 

This article relies excessively on references to primary sources. Please improve this article by adding secondary or tertiary sources. Find sources: Lisp Machine Lisp – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (July 2009) (Learn how and when to remove this message) Lisp Machine LispFamilyLispDesigned byDavid A. Moon,Richard Stallman,Daniel WeinrebDevelopersMIT,Symbolics,Lisp Machines,Texas InstrumentsFirst appeared1976; 48 ye...