Gandálfur er einn af dvergunum sem seiðkonan eða völvan nefnir í dvergatali Völuspár. Nafnið var síðar notað og gert heimsfrægt af rithöfundinum J.R.R. Tolkien sem nafn á galdramanni í bókum hans, Hobbitinn og Hringadróttinssögu, en Tolkien hafði mikið dálæti á Eddukvæðum, norrænni goðafræði, norrænu máli og fornmenningu norðurlanda.
Í Völuspá segir:
10.
- Þar var Mótsognir
- mæstur um orðinn
- dverga allra
- en Durinn annar;
- þeir mannlíkön
- mörg um gerðu
- dvergar úr jörðu,
- sem Durinn sagði
11.
- Nýi og Niði,
- Norðri og Suðri,
- Austri og Vestri,
- Alþjófur, Dvalinn,
- Bívör, Bávör,
- Bömbur, Nóri,
- Án og Ánar,
- Ái, Mjöðvitnir
12.
- Veigur og Gandálfur,
- Vindálfur, Þráinn,
- Þekkur og Þorinn,
- Þrár, Vitur og Litur,
- Nár og Nýráður,
- nú hef ég dverga
- - Reginn og Ráðsviður, -
- rétt um talda
Dvergatalið heldur áfram og hefur alls að geyma nöfn 42 dverga til viðbótar.
|
---|
Helstu goð | | |
---|
Aðrir | |
---|
Staðir | |
---|
Hlutir | |
---|
Atburðir | |
---|
Rit | |
---|
Goðakvæði og sögur | |
---|
Trúfélög | |
---|