Mímisbrunnur

Mímisbrunnur var viskubrunnur sem í norrænni goðafræði stendur undir einni af rótum heimstrésins, Asks Yggdrasils í Jötunheimum. Mímir gætir brunnsins og heitir hann eftir honum. Sá sem drekkur vatn úr brunninum verður margs vísari í hvert sinn. Mímir drekkur af honum dag hvern og er þess vegna afar fróður. Aðrir verða að gjalda dýru verði fyrir sopann. Þannig þurfti Óðinn að gefa annað auga sitt fyrir og liggur það á botni Mímisbrunns.

  Þessi grein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.