Valhöll

Vallhöll er bústaður Óðins í norrænni goðafræði. Því var trúað að menn sem létust í bardaga færu þangað eftir dauða sinn og kölluðust þar einherjar. Á daginn börðust þeir en risu aftur upp á kvöldin til að éta, drekka og skemmta sér. Á þaki Valhallar bjó geitin Heiðrún sem mjólkaði mjöð og þeir átu af grísnum Sæhrímni sem endurnýjaðist fyrir hverja máltíð. Á Valhöll voru 640 dyr sem 960 einherjar gættu.