Miðgarður

Miðgarður er í norrænni goðafræði haft um hina byggðu jörð manna eða garðinn umhverfis hana. Miðgarður er við rætur heimstrésins Yggdrasils og jaðrar við Útgarð þar sem jötnar búa og Álfheima þar sem álfar búa. Miðgarður tengist einnig við Ásgarð með brúnni Bifröst og tengist einnig við undirheima og Hel.

  Þessi trúarbragðagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.