Stríð Ása og Vana er stríð tveggja ætta goða norrænni goðafræði.[1] Hófst það þegar völvan/gýgurin Gullveig var brennd af Ásum. Lauk því með sætt og skiptum á gíslum. Frá Ásum komu Mímir og Hænir, en frá Vönum komu Njörður og börn hans Freyr og Freyja.
Einnig til staðfestingar friðnum, þá spýttu æsir og vanir í kerald og sköpuðu goðin úr því manninn Kvasi.
Kenningar eru um að það endurspegli átök og umbreytingar þegar herskáir indóevrópskir þjóðflokkar með feðraveldi áttust við fólk af jötundysjamenningunni sem var hugsanlega með mæðraveldi, og samlögun þeirra.[2]