Nótt var persónugerfingur næturinnar í norrænni goðafræði. Faðir hennar var nefndur Nör (einnig nefndur Nörvi eða Narfi) og sagður jötunn. Hún var þrígift; átti Auði með Naglfara, Jörð með Annar og Dag með Dellingi.[1]
Var hún sögð svört og dökk og Dagur ljós og fagur.[2]
Heimildir
↑Simek, Rudolf (2006). Lexikon der germanischen Mythologie. Kröners Taschenausgabe (3., völlig überarbeitete Aufl. útgáfa). Stuttgart: Alfred Kröner. ISBN978-3-520-36803-4.