Hobbitinn

Hobbitinn
eða út og heim aftur
Bókaröð með eintökum af Hobbitanum í annarri útgáfu verksins í Bandaríkjunum.
HöfundurJ. R. R. Tolkien
Upprunalegur titillThe Hobbit, or There and Back Again
ÞýðandiÞorsteinn Thorarensen
Úlfur Ragnarsson og Karl Ágúst Úlfsson (1978)
Hönnuður kápuJ. R. R. Tolkien
LandBretland
TungumálEnska
ÚtgefandiGeorge Allen & UnwinBretlandi)
Útgáfudagur
21. september 1937
Síður310 (fyrsta útgáfa)
ISBNISBN 9789979583929
FramhaldHringadróttinssaga 

Hobbitinn : eða út og heim aftur (enska: The Hobbit, or There and Back Again) er ævintýraskáldsaga eftir breska rithöfundinn J.R.R. Tolkien sem fjallar um leiðangur hobbitans Bilbó Bagga með þrettán dvergum og vitkanum Gandalfi til Fjallsins eina þar sem þeir ætla sér að endurheimta fjársjóð úr höndum dreka að nafni Smeyginn.

Sagan kom fyrst út 21. september 1937 sem barnabók, en hún er eins konar inngangur að Hringadróttinssögu, sem Tolkien skrifaði síðar. Bókin kom fyrst út á íslensku árið 1978 í þýðingu feðganna Úlfs Ragnarssonar og Karls Ágústs Úlfssonar. Hún hefur einnig komið út í íslenskri þýðingu Þorsteins Thorarensen.

  Þessi bókmenntagrein er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.