Dmítríj Múratov

Dmítríj Múratov
Дмитрий Муратов
Dmítríj Múratov árið 2018.
Fæddur30. október 1961 (1961-10-30) (63 ára)
ÞjóðerniRússneskur
MenntunRíkisháskólinn í Kújbyshev (BA)
StörfBlaðamaður
FlokkurJabloko
Verðlaun Friðarverðlaun Nóbels (2021)
Vefsíðanovayagazeta.ru/authors/12

Dmítríj Andrejevítsj Múratov (rússneska: Дмитрий Андреевич Муратов; f. 30 október 1961) er rússneskur blaðamaður, sjónvarpskynnir og ritstjóri rússneska fréttablaðsins Novaja Gazeta.[1] Hann vann til friðarverðlauna Nóbels árið 2021 ásamt filippseyska blaðamanninum Mariu Ressa fyrir baráttu þeirra í þágu fjölmiðlafrelsis í heimalöndum sínum.[2]

Múratov stofnaði Novaja Gazeta árið 1993 ásamt fleiri blaðamönnum. Hann var ritstjóri blaðsins frá 1995 til 2017 og tók aftur við því starfi árið 2019. Blaðið er þekkt fyrir að fjalla um viðkvæm málefni eins og spillingu og mannréttindabrot rússnesku ríkisstjórnarinnar.[3] Sem ritstjóri birti Múratov greinar eftir Önnu Polítkovskaja þar sem stjórn Vladímírs Pútín Rússlandsforseta var tekin til rannsóknar. Að sögn hópsins Nefndar til verndar blaðamönnum stofnaði Múratov „eina raunverulega gagnrýna fréttablaðið sem nýtur þjóðaráhrifa í Rússlandi samtímans.“[4] Blaðið hefur einnig leikið lykilhlutverk í að upplýsa fólk um rósturástandið í Téténíu og Norður-Kákasus.

Æviágrip

Dmítríj Múratov fæddist þann 30. október 1961 í Kújbyshev, sem heitir í dag Samara. Hann nam í fimm ár við textafræðideild Rannsóknarháskólans í Kújbyshev, þar sem hann fékk áhuga á blaðamennsku. Á háskólaárum sínum vann hann í hlutastarfi fyrir nokkur svæðisdagblöð.

Eftir að Múratov lauk háskólanámi gegndi hann þjónustu í rauða hernum frá 1983 til 1985. Múratov vísar gjarnan til ára sinna í hernum og segist þar hafa haft umsjón með því að flokka hergögn.

Árið 1987 hóf Múratov störf sem blaðamaður hjá dagblaðinu Volzhkíj Komsomolets. Hann hlaut þar tækifæri til að tjá sig og yfirmönnum hans þótti svo mikið til hans koma að undir lok fyrsta árs hans þar var hann útnefndur deildarstjóri ungdómsdeildar Komsomolskaja Pravda. Hann fékk síðan stöðuhækkun og var gerður aðalritstjóri blaðagreina.[5]

Ferill

Dmítríj Múratov hætti störfum hjá Komsomolskaja Pravda árið 1988. Árið 1993 stofnaði hann ásamt rúmlega 50 samstarfsmönnum sínum nýtt blað fyrir stjórnarandstæðinga, Novaja Gazeta. Markmið þeirra var að reka „heiðarlegan og sjálfstæðan“ fjölmiðil fyrir rússneska borgara.[6] Jafnframt vildu stofnendur blaðsins beina kastljósi að mannréttindamálum og valdníðslu stjórnvalda. Rekstur Novaja Gazeta hófst með aðeins tveimur tölvum, tveimur herbergjum, einum prentara og engum föstum launum fyrir starfsfólkið. Míkhaíl Gorbatsjov, fyrrum leiðtogi Sovétríkjanna, gaf hluta af verðlaunafé sínu eftir að hafa unnið friðarverðlaun Nóbels til þess að borga kaup og tölvur blaðsins.

Novaja Gazeta afhjúpaði peningaþvætti hjá rússneska Alþjóðlega iðnbankanum þann 26. nóvember 2001. Múratov lét vopna blaðamenn sína og þjálfa þá í vopnaburði eftir að blaðið varð fyrir ítrekuðum árásum. Fjöldi blaðamanna hjá Novaja Gazeta hefur látist undir grunsamlegum kringumstæðum í gegnum árin.[7] Múratov sagði af sér sem ritstjóri árið 2017 og viðurkenndi að starfið hefði verið lýjandi.[8] Hann sneri aftur til starfa árið 2019 eftir að starfsfólk blaðsins kaus að gera hann aftur að ritstjóra.[9]

Dmítríj Múratov hefur fengið fjölda verðlauna og viðurkenninga á ferli sínum. Hann hlaut Alþjóðlegu fjölmiðlafrelsisverðlaunin frá Nefndinni til verndar blaðamanna árið 2007 fyrir hugdirfsku sína í baráttu fyrir fjölmiðlafrelsis í hættulegu umhverfi.[10] Þann 29. janúar 2010 sæmdi ríkisstjórn Frakklands hann frönsku heiðursorðunni, æðstu viðurkenningu sem veitt er af hinu opinbera í Frakklandi.[11] Múratov fór til Hollands í maí árið 2010 og tók við Fjórfrelsisverðlaunum Roosevelt-stofnunarinnar fyrir hönd Novaja Gazeta.[12] Árið 2016 tók hann við Gullpenna frelsisins frá Alþjóðasambandi dagblaða.

Múratov hlaut friðarverðlaun Nóbels árið 2021 ásamt filippseyskri starfssystur sinni, Mariu Ressa. Hann tileinkaði verðlaunin sex blaðamönnum sem hafa verið myrtir í starfi hjá honum í Rússlandi.[13]

Árið 2022 gagnrýndi Múratov innrás Rússa í Úkraínu og lét prenta eintök af Novaja Gazeta bæði á rússnesku og úkraínsku til að sýna Úkraínumönnum stuðning.[14] Hann setti Nóbelsverðlaunamedalíu sína á uppboð fyrir styrktarsjóð til stuðnings úkraínsks flóttafólks.[15] Þann 28. mars gerði Múratov hlé á útgáfu Novaja Gazeta svo lengi sem stríðið varir til þess að blaðið þurfi ekki að sæta ritskoðun á umfjöllun um innrásina.[16]

Ráðist var að Múratov þann 7. apríl í járnbrautarlest og rauðri málningu með asetóni skvett yfir hann úr fötu, að því er virðist vegna umfjöllunar hans um stríðið í Úkraínu.[17] Bandarískir embættismenn sögðu rússnesku leyniþjónustuna síðar hafa staðið fyrir árásinni.[18]

Í september 2022 ógilti rússneskur dómstóll prentleyfi Novaja Gazeta með vísan til þess að blaðið hefði ekki tilkynnt um eigendaskipti árið 2006 með réttum hætti. Múratov kallaði niðurstöðuna „pólitíska aftöku án nokkurrar lagastoðar“.[19]

Stjórnmálaskoðanir

Dmítríj Múratov er meðlimur í stjórnmálaflokknum Jabloko, frjálslyndisflokki sem var stofnaður árið 1993 af fyrrum varaforsætisráðherra Sovétríkjanna, Grígoríj Javlínskíj.

Tilvísanir

  1. „Главным редактором "Новой газеты" стал Сергей Кожеуров“. Novaya Gazeta. 17. nóvember 2017. Afrit af upprunalegu geymt þann 17 nóvember 2017. Sótt 17. nóvember 2017.
  2. „Múratov og Ressa hljóta friðarverðlaunin“. mbl.is. 8. október 2021. Sótt 8. október 2021.
  3. „Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia“.
  4. „Biography of 2016 Golden Pen of Freedom Laureate Dmitry Muratov“. Afrit af upprunalegu geymt þann 21. október 2020. Sótt 8. október 2021.
  5. „Dmitry Muratov: biografija, novinarske aktivnosti“.
  6. „Dmitry Muratov, Editor of Novaya Gazeta, Russia“.
  7. „Russian opposition newspaper will arm its journalists“. The Guardian. 26. október 2017. Sótt 8. október 2021.
  8. „After 22 Years, Novaya Gazeta Editor Dmitry Muratov Steps Down“. The Moscow Times.
  9. „Russian media veteran Dmitry Muratov returns to 'Novaya Gazeta' editor-in-chief post“. Sótt 8. október 2021.
  10. „CPJ To Honor Five Journalists“. Committee to Protect Journalists. 24. september 2007. Sótt 8. október 2021.
  11. „Longtime Novaya Gazeta Chief Editor To Step Down“.
  12. „THE FRANKLIN DELANO ROOSEVELTFOUR FREEDOMS AWARDS2010“ (PDF).
  13. Samúel Karl Ólason (8. október 2021). „Tileinkar friðarverðlauninn sex blaðamönnum hans sem voru myrtir“. Vísir. Sótt 8. október 2021.
  14. Aðalheiður Ámundadóttir (24. febrúar 2022). „Ó­sáttur rúss­neskur rit­stjóri ætlar að gefa dag­blað sitt út á úkraínsku“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 1. mars 2022.
  15. Lovísa Arnardóttir (22. mars 2022). „Gefur Nóbelsverðlaunin í upp­boð fyrir flótta­fólk frá Úkraínu“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 23. mars 2022.
  16. „Blað rússnesks nóbelsverðlaunahafa gerir útgáfuhlé“. mbl.is. 28. mars 2022. Sótt 31. mars 2022.
  17. Einar Þór Sigurðsson (8. apríl 2022). „Nóbels­verð­launa­hafi varð fyrir árás í Rúss­landi“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 14. maí 2022.
  18. Einar Þór Sigurðsson (29. apríl 2022). „Leyni­þjónustan sögð hafa staðið á bak við á­rásina“. Fréttablaðið. Afrit af upprunalegu geymt þann 26. september 2022. Sótt 14. maí 2022.
  19. „Þrengja enn að rússneskum fjölmiðlum og ógilda prentleyfi Novaya Gazeta“. Stundin. 5. september 2022. Sótt 6. september 2022.

Read other articles:

Women's varsity lacrosse team of Penn State University Penn State Nittany Lions women's lacrosseFounded1965UniversityPennsylvania State UniversityHead coachMissy Doherty (since 2011 season)StadiumPanzer Stadium(capacity: 1,300)LocationState College, PennsylvaniaConferenceBig Ten ConferenceNicknameNittany LionsColorsBlue and white[1]   NCAA Tournament championships1987, 1989NCAA Tournament Runner-Up1986, 1988NCAA Tournament Final Fours1983, 1985, 1986, 198...

 

 

Questa voce sull'argomento cardinali italiani è solo un abbozzo. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Mario Compagnoni Marefoschicardinale di Santa Romana ChiesaRitratto del cardinale Marefoschi  Incarichi ricoperti Segretario della Congregazione dei Riti (1751-1759) Segretario della Congregazione per l'Esame dei Vescovi (1756-1770) Segretario della Congregazione di Propaganda Fide (1759-1770) Segretario della Congregazione sopra la Correzione dei Libri ...

 

 

For the 1981 album by Franco Battiato, see La voce del padrone (album). This article needs additional citations for verification. Please help improve this article by adding citations to reliable sources. Unsourced material may be challenged and removed.Find sources: La voce del padrone – news · newspapers · books · scholar · JSTOR (February 2024) (Learn how and when to remove this message) Image of a 78rpm of an aria from Giuseppe Verdi's Ernani, recor...

Antonio Gandini (Modena, 20 agosto 1786 – Formigine, 10 settembre 1842) è stato un compositore italiano. Indice 1 Biografia 2 Note 3 Bibliografia 4 Voci correlate 5 Altri progetti 6 Collegamenti esterni Biografia Libretto dell'opera Ruggiero (1820) Nato a Modena nel 1786, dopo aver studiato musica sin dai suoi primi anni, non ancora ventenne, entrò a far parte dell'Accademia dei Filarmonici della città natale.[1] Evitato il servizio militare per le sue condizioni di salute,[1...

 

 

1921 Irish elections ← 1918 24 May 1921 (1921-05-24) 1922 → House of Commons of Southern Ireland24 May 1921 (1921-05-24)All 128 seats in the House of Commons65 seats needed for a majority Party Leader % Seats +/– Sinn Féin Éamon de Valera Unopposed 124 Ind. Unionist None Unopposed 4 This lists parties that won seats. See the complete results below.House of Commons of Northern Ireland 24 May 1921 (1921-05-24) 1925 ...

 

 

Laptop line manufactured by Hewlett-Packard This article needs to be updated. Please help update this article to reflect recent events or newly available information. (January 2018) HP ProBook2011's HP ProBook 6560b 15DeveloperHewlett-Packard (HP Inc.)ManufacturerHP Inc.TypeLaptopRelease dateApril 28, 2009; 15 years ago (2009-04-28)Operating systemWindowsCPUAMD APU, AMD RyzenIntel Core i3/i5/i7GraphicsAMD Radeon, NVIDIA GeForce, Intel HDMarketing targetBusiness purposePredec...

Vaccine containing DNA See also: messenger RNA (mRNA) vaccine The making of a DNA vaccine A DNA vaccine is a type of vaccine that transfects a specific antigen-coding DNA sequence into the cells of an organism as a mechanism to induce an immune response.[1][2] DNA vaccines work by injecting genetically engineered plasmid containing the DNA sequence encoding the antigen(s) against which an immune response is sought, so the cells directly produce the antigen, thus causing a prot...

 

 

Sports season2022–23 KHL seasonLeagueKontinental Hockey LeagueSportIce hockeyDuration1 September 2022 – 26 February 2023 (regular season)Number of games68Number of teams22TV partner(s)Match TVKHL-TVRegular seasonContinental Cup winnerSKA Saint PetersburgTop scorerDmitrij Jaškin (SKA Saint Petersburg)(62 points)PlayoffsFinals championsCSKA Moscow  Runners-upAk Bars Kazan KHL seasons← 2021–222023–24 → The 2022–23 KHL season was the 15th season of the Kontinen...

 

 

List of Departments of Cameroon Politics of Cameroon Constitution Human rights Government President (list) Paul Biya Prime Minister (list) Joseph Ngute Government Parliament Senate President: Marcel Niat Njifenji National Assembly President: Cavayé Yéguié Djibril Administrative divisions Regions Departments Communes Villages Elections Recent elections Presidential: 20182025 Parliamentary: 20202025 Political parties Foreign relations Ministry of Foreign Affairs Minister: Lejeune Mbella Mbel...

1981 video gameFantasyTitle screenDeveloper(s)SNKPublisher(s)JP: SNKEU: SNK[1] NA: Rock-OlaPlatform(s)ArcadeReleaseJP: October 1981EU: 1981[1]NA: February 1982Genre(s)ActionMode(s)Single-playerArcade systemSNK 6502 / SNK Rockola Fantasy is an action game developed by SNK and released for arcades in October 1981. It was licensed to Rock-Ola[2] for North American release in February 1982. The game is controlled with a single joystick.[3] One level plays the ...

 

 

الرابطة التونسية المحترفة الأولى 2005–06 تفاصيل الموسم 2005–06 النسخة 51  البلد تونس  التاريخ بداية:31 يوليو 2005  نهاية:16 أبريل 2006  المنظم الجامعة التونسية لكرة القدم  البطل الترجي الرياضي التونسي (20) مباريات ملعوبة 182 عدد المشاركين 14   أهداف مسجلة 356 معدل الأهداف 1.96 ...

 

 

Ski company This article has multiple issues. Please help improve it or discuss these issues on the talk page. (Learn how and when to remove these template messages) The topic of this article may not meet Wikipedia's notability guidelines for companies and organizations. Please help to demonstrate the notability of the topic by citing reliable secondary sources that are independent of the topic and provide significant coverage of it beyond a mere trivial mention. If notability cannot be shown...

Television channel For the American TV channel owned by First Media, see BabyFirst. Television channel BabyTVCountryUnited KingdomIsraelUnited StatesEurope (except Russia, Latvia and Italy)Broadcast areaWorldwideHeadquartersLondon[1]ProgrammingPicture format1080i HDTV(downscaled to 576i/480i for the SD feed)OwnershipOwnerThe Walt Disney Company Limited (Disney Entertainment)Sister channels List Disney Channel Disney Jr. Disney XD ABC A&E ACC Network Lifetime LMN Localish LHN ESPN ...

 

 

Questa voce o sezione sull'argomento biologi non è ancora formattata secondo gli standard. Contribuisci a migliorarla secondo le convenzioni di Wikipedia. Questa voce o sezione sugli argomenti biologia e biografie ha problemi di struttura e di organizzazione delle informazioni. Motivo: Parti affini sparse in più parti della voce, a volte con duplicazione delle sezioni (la cui gerarchia non è corretta) Risistema la struttura espositiva, logica e/o bibliografica dei contenuti. Nel...

 

 

Municipality in the Mexican state of Baja California Municipality in Baja California, United Mexican StatesTijuana MunicipalityMunicipalityMunicipio de TijuanaMunicipality of Tijuana Coat of armsMotto: The Fatherland Starts HereLocation of Tijuana in Baja CaliforniaCoordinates: 32°32′N 117°3′W / 32.533°N 117.050°W / 32.533; -117.050CountryUnited Mexican StatesStateBaja CaliforniaMunicipal seatTijuanaLargest cityTijuanaMunicipality establishedDecember ...

circle of Rubens, Rubens with his son Albert, 1622–1650, Art Collection of the University Göttingen Albert Rubens (1614–1657), was the eldest son of Peter Paul Rubens and Isabella Brant. His research as a philologist and scholar of antiquity gained him the recognition of fellow scholars throughout Europe. He held an official position in the government of the Habsburg Netherlands as a secretary of the Privy Council of the Habsburg Netherlands.[1] Life Albert Rubens was baptised on...

 

 

National reliance on a strong military Not to be confused with Militarization, Millerism, or Millenarism. Prussian (and later German) Chancellor Otto von Bismarck, right, with General Helmuth von Moltke the Elder, left, and General Albrecht von Roon, centre. Although Bismarck was a civilian politician and not a military officer, he wore a military uniform as part of the Prussian militarist culture of the time. From a painting by Carl Steffeck. Part of a series onWar(outline) History Prehistor...

 

 

Open di Francia 2004Sport Tennis Data24 maggio – 6 giugno Edizione103a CategoriaGrande Slam (ITF) SuperficieTerra rossa LocalitàParigi CampioniSingolare maschile Gastón Gaudio Singolare femminile Anastasija Myskina Doppio maschile Xavier Malisse / Olivier Rochus Doppio femminile Virginia Ruano Pascual / Paola Suárez Doppio misto Tatiana Golovin / Richard Gasquet 2003 2005 L'Open di Francia 2004, la 103ª edizione degli Open di Francia di tennis, si è svolto sui campi in terra rossa dell...

Suburb of Perth, Western AustraliaNowergupPerth, Western AustraliaNowergup locality signCoordinates31°38′13″S 115°44′46″E / 31.637°S 115.746°E / -31.637; 115.746Population189 (SAL 2021)[1]Postcode(s)6032Area40 km2 (15.4 sq mi)Location40 km (25 mi) N of Perth CityLGA(s)City of WannerooState electorate(s)MindarieFederal division(s)Pearce Suburbs around Nowergup: Alkimos Carabooda Butler Nowergup Pinjar Ridgewood Neerabup...

 

 

Disambiguazione – Se stai cercando altri significati, vedi Barcellona (disambigua). Questa voce o sezione sull'argomento centri abitati della Spagna non cita le fonti necessarie o quelle presenti sono insufficienti. Puoi migliorare questa voce aggiungendo citazioni da fonti attendibili secondo le linee guida sull'uso delle fonti. Segui i suggerimenti del progetto di riferimento. Barcellonacomune(CA, ES) Barcelona Barcellona – Veduta LocalizzazioneStato Spagna Comunità aut...