Denver er höfuðborg og fjölmennasta borg Colorado-fylkis. Árið 2020 var íbúafjöldi um 716.500.[1]
„The Mile High City“ er auknefni á borgina, af því að hún er einmitt 1.609 metrum (einni enskri mílu) yfir sjávarmáli. Klettafjöll eru nálæg og draga marga ferðamenn, sérstaklega skíðamenn, að Denver. Borgin er nefnd í höfuðið á James W. Denver.