Baton Rouge er höfuðborg Louisiana-fylkis Bandaríkjanna og stendur hún við Mississippi-fljót. Íbúar eru um 219.500 (2023) en á stórborgarsvæðinu eru yfir 800.000.[1] Í borginni er stór höfn og ríkisháskóli.
Franskir landnemar stofnuðu þar her- og verslunarstöð árið 1721.