Albany (New York)

Albany.
Gufuskip í farþegaflutningum snemma á 20. öld.

Albany er fylkishöfuðborg New York-fylkis. Íbúar eru um 101.200 (2023).[1] Borgin er við Hudsonfljót og 220 km norður af New York-borg. Borgin er þekkt háskólaborg og á sér langa samfellda sögu. Söfnin New York State Museum, the New York State Library og the New York State Archives eru þar.

Tilvísanir

  1. „QuickFacts – Albany, New York“. United States Census Bureau. Sótt 9. desember 2024.

Tenglar

  Þessi landafræðigrein sem tengist Bandaríkjunum er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.