Olympia er höfuðborg Washingtonfylkis Bandaríkjanna. Borgin er 100 km suðvestur af Seattle, stærstu borg fylkisins. Mannfjöldi er um 55.700 manns (2023).[1] Byggð myndaðist upp úr 1850 og fékk borgin nafn eftir Ólympíufjöllum sem eru vestur af borginni.