Victor Hugo

Victor Hugo
Victor Hugo
Victor Hugo árið 1875.
Fæddur: 26. febrúar 1802
Besançon, Doubs, Frakklandi
Látinn:22. maí 1885 (83 ára)
París, Frakklandi
Starf/staða:Rithöfundur, stjórnmálamaður
Þjóðerni:Franskur
Bókmenntastefna:Rómantík
Þekktasta verk:Maríukirkjan í París (1831)
Vesalingarnir (1862)
Maki/ar:Adèle Foucher (g. 1822; d. 1868)
Börn:Léopold Victor Hugo
Léopoldine Hugo
Charles Hugo
François-Victor Hugo
Adèle Hugo
Undirskrift:

Victor Hugo (26. febrúar 1802, Besançon, Frakklandi22. maí 1885, París) var franskur ljóða-, skáldsagna- og leikritahöfundur og einn af áhrifamestu skáldum frönsku rómantíkurinnar. Þekktustu verk hans eru Vesalingarnir (Les Misérables) og Maríukirkjan í París (Notre-Dame de Paris). Hann var íhaldssamur í æsku en varð síðar mikill stuðningsmaður lýðveldisstefnu. Verk hans snertu á helstu málefnum og stefnum ríkjandi í stjórnmálum og list á æviferli hans.

Árdagar

Victor Hugo ungur að árum

Hugo var yngstur þriggja sona hjónanna Joseph Léopold Sigisbert Hugo (1773–1828) og Sophie Trébuchet (1772–1821). Hann fæddist árið 1802 í Besançon (borg í Franche-Comté fylki) og bjó mestan hluta ævi sinnar í Frakklandi.

Ókyrrð einkenndi æsku Hugo, en skömmu fyrir fæðingu hans endaði valdatíð Búrbóna í frönsku byltingunni, ríkisstéttaþing var sett saman og svo síðar lagt af þegar Napóleon Bónaparte gerði Frakkland að keisaraveldi en þá var Hugo orðinn tveggja ára. Skömmu fyrir átján ára afmæli var konungsveldi Búrbóna svo endurreist. Skoðanir foreldra hans einkenndu þær hugmyndafræðilegu og trúarlegu andstæður sem voru ríkjandi allt hans líf; faðir hans var hermaður, trúlaus lýðræðissinni og dyggur stuðningsmaður Napoleóns en móðir hans var kaþólikki og konungssinni.

Sophie, móðir Hugo, fylgdi eiginmanni sínum á varðstaði til Ítalíu og Spánar. Hún fékk leið á herlíferninu og stanslausum ferðalögum, auk þess að vera upp á kant við ótryggan eiginmann sinn. Hún ákvað því að skilja við hann og flutti til Parísar. Íhaldssemi Hugo á yngri árum má því rekja til þess að móðir hans ól hann upp en í fyrstu verkum hans má greina ástríðufulla hollustu við konung og trúna. Það var ekki fyrr en í kjölfarið á febrúarbyltingunni 1848 sem hann fór að gagnrýna kaþólsku kirkjuna og fór að berjast fyrir lýðræði og frjálsri hugsun.

Hugo varð einn heitasti stuðningsmaður lýðveldishyggju í Frakklandi eftir byltinguna 1848. Þegar Louis-Napoléon Bonaparte, fyrsti forseti annars franska lýðveldisins, framdi valdarán árið 1852 og tók sér keisaratign undir nafninu Napóleon 3. gerðist Hugo einn harðasti gagnrýnandi hans. Hugo fór í sjálfskipaða útlegð á tíma síðara franska keisaraveldisins og neitaði að snúa heim jafnvel þegar keisarinn bauð andstæðingum sínum almenna sakaruppgjöf þar sem Hugo vildi ekki veita keisarastjórninni viðurkenningu sína og búa við ritskoðun á stjórnmálaritum sínum.

Hugo sneri ekki aftur til Frakklands fyrr en eftir að síðara keisaraveldið hrundi í miðju fransk-prússneska stríðinu árið 1870 og þriðja lýðveldið var stofnað í París. Stuttu eftir að Hugo sneri aftur til Parísar hófu Prússar umsátur um borgina. Á meðan á umsátrinu stóð varð matarskortur svo mikill að Parísarbúar neyddust til þess að borða dýragarðsdýr og rottur. Hugo skrifaði um reynslu sína: „Við erum ekki einu sinni að borða hesta lengur. Kannski er þetta hundur? Kannski er þetta rotta? Ég er farinn að fá magapínu. Við leggjum okkur hið óþekkta til munns.“[1]

Eftir að stríðinu lauk tók Hugo virkan þátt í stjórnmálum þriðja lýðveldisins. Hann sat á þingi fyrir Signukjördæmi frá 30. janúar 1876 til dauðadags og átti í samskiptum við ýmsa helstu áhrifamenn Frakklands á þessum tíma, meðal annars Adolphe Thiers, Léon Gambetta og Georges Clemenceau.[2]

Frumverk

Eins og mörg ung skáld á þessum tíma var Hugo undir miklum áhrifum François-René de Chateaubriand, upphafsmans rómantíkur og eitt af afburðarskáldum Frakka á 18. öld. Hugo ákvað ungur að hann skyldi vera eins og Chateaubriand eða vera annars ekki neitt en sú varð raunin að mörgu leiti, hann hélt áfram að breiða út rómantík, tók þátt í stjórnmálum sem lýðræðissinni og fyrir vikið lenti í útleigð, ekki ólíkt Chateaubriand.

Bráðþroska eldmóður og mælska í fyrstu verkum Hugo gerðu hann frægan ungan að aldri. Fyrsta ljóðasafn hans (Nouvelles Odes et Poésies Diverses) var gefið út 1824, þegar hann var aðeins tuttugu og tveggja ára gamall og ávann sér þannig konunglega ölmusu frá Lúðvík XVIII. Ljóðasafnið sem kom tveimur árum síðar (Odes et Ballades) gerði hann þó enn frægari og þar sýndi hann fram á náttúrulega hæfileika sína sem skáld.

Þrátt fyrir að vera gegn óskum móður hans, varð Hugo ástfangin og trúlofaðist leynilega bernsku kærustu sinni, Adéle Foucher (1803-1868). Hann var óvenjulega náin móður sinni og giftist því ekki Foucher fyrr en eftir að móðir hans lést árið 1822. Hann gaf út fyrstu skáldsöguna sína næsta ár (Han d'Islande, 1823) og aðra skáldsögu þrem árum síðar (Bug-Jargal, 1826). Á árunum 1829 til 1840 gaf hann út fimm ljóðarit í viðbót (Les Orientales, 1829; Les Feuilles d'automne, 1831; Les Chants du crépuscule, 1835; Les Voix intérieures, 1837; and Les Rayons et les ombres, 1840) og mótaði orðspor sitt sem eitt helsta harmljóða- og ljóðaskáld síns tíma.

Verk Hugo

Útgefið á æviferli hans

Útgefin eftir andlát

  • Théâtre en liberté (1886)
  • La fin de Satan (1886)
  • Choses vues - 1re série (1887)
  • Toute la lyre (1888)
  • Alpes et Pyrénées (1890)
  • Dieu (1891)
  • France et Belgique (1892)
  • Toute la lyre - nouvelle série (1893)
  • Correspondances - Tome I (1896)
  • Correspondances - Tome II (1898)
  • Les années funestes (1898)
  • Choses vues - 2e série (1900)
  • Post-scriptum de ma vie (1901)
  • Dernière Gerbe (1902)
  • Mille francs de récompense (1934)
  • Océan. Tas de pierres (1942)
  • Pierres (1951)

Rit á netinu

Heimildir

Heimildir á netinu

  • Afran, Charles (1997). “Victor Hugo: French Dramatist”. Website: Discover France. (Originally published in Grolier Multimedia Encyclopedia, 1997, v.9.0.1.) Retrieved November 2005.
  • Bates, Alan (1906). “Victor Hugo”. Website: Theatre History. (Originally published in The Drama: Its History, Literature and Influence on Civilization, vol. 9. ed. Alfred Bates. London: Historical Publishing Company, 1906. pp. 11-13.) Retrieved November 2005.
  • Bates, Alfred (1906). “Hernani”. Website: Threatre History. (Originally published in The Drama: Its History, Literature and Influence on Civilization, vol. 9. ed. Alfred Bates. London: Historical Publishing Company, 1906. pp. 20-23.) Retrieved November 2005.
  • Bates, Alfred (1906). “Hugo’s Cromwell”. Website: Theatre History. (Originally published in The Drama: Its History, Literature and Influence on Civilization, vol. 9. ed. Alfred Bates. London: Historical Publishing Company, 1906. pp. 18-19.) Retrieved November 2005.
  • Bittleston, Misha (uncited date). "Drawings of Victor Hugo". Website: Misha Bittleston. Retrieved November 2005.
  • Burnham, I.G. (1896). “Amy Robsart”. Website: Theatre History. (Originally published in Victor Hugo: Dramas. Philadelphia: The Rittenhouse Press, 1896. pp. 203-6, 401-2.) Retrieved November 2005.
  • Columbia Encyclopedia, 6th Edition (2001-05). “Hugo, Victor Marie, Vicomte” Geymt 16 maí 2008 í Wayback Machine. Website: Bartleby, Great Books Online. Retrieved November 2005. Retrieved November 2005.
  • Fram-Cohen, Michelle (2002). “Romanticism is Dead! Long Live Romanticism!”. The New Individualist, An Objectivist Review of Politics and Culture. Website: The Objectivist Center. Retrieved November 2005.
  • Haine, W. Scott (1997). “Victor Hugo” Geymt 11 apríl 2008 í Wayback Machine. Encyclopedia of 1848 Revolutions. Website: Ohio University. Retrieved November 2005.
  • Illi, Peter (2001-2004). “Victor Hugo: Plays” Geymt 15 apríl 2009 í Wayback Machine. Website: The Victor Hugo Website. Retrieved November 2005.
  • Karlins, N.F. (1998). "Octopus With the Initials V.H." Website: ArtNet. Retrieved November 2005.
  • Liukkonen, Petri (2000). “Victor Hugo (1802-1885)” Geymt 24 mars 2014 í Wayback Machine. Books and Writers. Website: Pegasos: A Literature Related Resource Site. Retrieved November 2005.
  • Meyer, Ronald Bruce (date not cited). “Victor Hugo”. Website: Ronald Bruce Meyer. Retrieved November 2005.
  • Robb, Graham (1997). “A Sabre in the Night”. Website: New York Times (Books). (Exerpt from Graham, Robb (1997). Victor Hugo: A Biography. New York: W.W. Norton & Company.) Retrieved November 2005.
  • Roche, Isabel (2005). “Victor Hugo: Biography” Geymt 19 mars 2008 í Wayback Machine. Meet the Writers. Website: Barnes & Noble. (From the Barnes & Noble Classics edition of The Hunchback of Notre Dame, 2005.) Retrieved November 2005.
  • Uncited Author. “Victor Hugo” Geymt 8 ágúst 2007 í Wayback Machine. Website: Spartacus Educational. Retrieved November 2005.
  • Uncited Author. “Timeline of Victor Hugo”. Website: BBC. Retrieved November 2005.
  • Uncited Author. (2000-2005). “Victor Hugo”. Website: The Literature Network. Retrieved November 2005.
  • Uncited Author. "Hugo Caricature" Geymt 28 janúar 2002 í Wayback Machine. Website: Présence de la Littérature a l’école. Retrieved November 2005.

Frekara lesefni

  • Barbou, Alfred (1882). Victor Hugo and His Times. University Press of the Pacific: 2001 paper back edition. ISBN 0-89875-478-X.
  • Brombert, Victor H. (1984). Victor Hugo and the Visionary Novel. Boston: Harvard University Press. ISBN 0-674-93550-0.
  • Davidson, A.F. (1912). Victor Hugo: His Life and Work. University Press of the Pacific: 2003 paperback edition. ISBN 1-4102-0778-1.
  • Dow, Leslie Smith (1993). Adele Hugo: La Miserable. Fredericton: Goose Lane Editions. ISBN 0-86492-168-3.
  • Falkayn, David (2001). Guide to the Life, Times, and Works of Victor Hugo. University Press of the Pacific. ISBN 0-89875-465-8.
  • Martin Feller, Der Dichter in der Politik. Victor Hugo und der deutsch-französische Krieg von 1870/71. Untersuchungen zum französischen Deutschlandbild und zu Hugos Rezeption in Deutschland. Marburg 1988.
  • Frey, John Andrew (1999). A Victor Hugo Encyclopedia. Greenwood Press. ISBN 0-313-29896-3.
  • Grant, Elliot (1946). The Career of Victor Hugo. Harvard University Press. Out of print.
  • Halsall, A.W. et al (1998). Victor Hugo and the Romantic Drama. University of Toronto Press. ISBN 0-8020-4322-4.
  • Hart, Simon Allen (2004). Lady in the Shadows : The Life and Times of Julie Drouet, Mistress, Companion and Muse to Victor Hugo. Publish American. ISBN 1-4137-1133-2.
  • Houston, John Porter (1975). Victor Hugo. New York: Twayne Publishers. ISBN 0-8057-2443-5.
  • Ireson, J.C. (1997). Victor Hugo: A Companion to His Poetry. Clarendon Press. ISBN 0-19-815799-1.
  • Maurois, Andre (1966). Victor Hugo and His World. London: Thames and Hudson. Out of print.
  • Robb, Graham (1997). Victor Hugo: A Biography. W.W. Norton & Company: 1999 paperback edition. ISBN 0-393-31899-0. (description/reviews)
  • Tonazzi, Pascal (2007) Florilège de Notre-Dame de Paris (anthologie) Editions Arléa, Paris, ISBN 2-86959-795-9

Tilvísanir

  1. Victor Hugo, Choses vues 1849-1885, Paris, Gallimard, 1997, 1014 bls., bls. 597, 605.
  2. Annette Rosa, Victor Hugo, l'éclat d'un siècle - Victor Hugo est impossible 1885 - 1985, sur le site du Groupe Hugo.

Tenglar

Wikisource
Wikisource
Á Wikiheimild er að finna verk eftir eða um: