Sigrún Edda Björnsdóttir

Sigrún Edda Björnsdóttir (f. 30. ágúst 1958) er íslensk leikkona og leikstjóri.

Foreldrar Sigrúnar Eddu eru Guðrún Ásmundsdóttir (f. 1935) leikkona og Björn Björnsson (1933-2008) flugvirki. Sigrún Edda á tvö börn og maki hennar er Axel Hallkell Jóhannesson leikmyndahönnuður.

Sigrún Edda útskrifaðist sem leikari frá Leiklistarskóla Íslands árið 1981. Hún var leikari í Þjóðleikhúsinu frá 1981-1985 og hjá Alþýðuleikhúsinu 1982-1984. Hún hefur verið fastráðin hjá Leikfélagi Reykjavíkur 1981-1982, 1985-1996 og frá 1998.[1] Einnig hefur hún tekið þátt í sýningum Vesturports og Íslenska dansflokksins.[2]

Hún hefur leikið í fjölda sjónvarpsþátta, sjónvarpsleikrita, útvarpsleikrita og kvikmynda og leikstýrt á sviði, í útvarpi og sjónvarpi auk þess sem hún hefur skrifað handrit fyrir sjónvarp. Hún er höfundur barnabókarinnar Með Bólu í bæjarferð (2001) og sjónvarpsþáttanna Bóla (1991-2001).[1]

Sigrún Edda hefur þrisvar sinnum hlotið Grímuverðlaunin fyrir leik í aðalhlutverki[2] og í janúar árið 2021 var hún sæmd riddarakrossi Hinnar íslensku fálkaorðu.

Ferill í kvikmyndum og sjónvarpsþáttum

Ár Kvikmynd/Þáttur Hlutverk Athugasemdir og verðlaun
1977 Morðsaga Frú B
1980 Óðal feðranna Stelpa á útimóti
1984 Atómstöðin Guðný Árland
1985 Fastir liðir: eins og venjulega Erla
1990 Sérsveitin laugarnesvegi 25
1995 Einkalíf Sísí, móðir Alexanders
2001 Áramótaskaupið 2001
2004 And Björk of Course
2005 Galdrabókin
2010 Réttur 2
2014 Afinn
2015 Ófærð
2016 Eiðurinn
2017 Fangar
2020 Gullregn Indíana Jónsdóttir

Tenglar

Tilvísanir

  1. 1,0 1,1 Pétur Ástvaldsson, Samtíðarmenn J-Ö bls. 710, (Reykjavík, 2003)
  2. 2,0 2,1 Modurskipid.is, „Sigrún Edda Björnsdóttir“ (skoðað 11. janúar 2021)