Salford

Séð yfir Salford.

Salford er borg á stórborgarsvæði Manchester í Englandi. Salford liggur um það bil 1.6 km austan við miðborg Manchester, við ána Irwell. Áin myndar hluta af borgarmörkunum við Manchester. Árið 2011 voru íbúar Salford 103.886 manns, en íbúar sveitarfélagsins voru 233.933.

Salford var áður í Lancashire. Ranulf de Blondeville féllst á stofnskrá fyrir borgina árið 1230. Þetta gerði að það verkum að borgin naut virtari menningarlegrar og viðskiptalegrar stöðu en nágrannaborg þess. Við iðnbyltinguna á 18. og 19. öld sneri þessi staða við.

Þrátt fyrir þetta var Salford samt mikilvæg miðstöð bómullar- og silkisvinnslu og höfn á 18. og 19. öld, enda borgin liggur við skurð sem nær frá Manchester til Írlandshafs. Iðnaði hnignaði á 20. öld og atvinnulífið í borginni hrundi. Í dag er Salford borg andstæðna: rík hverfi svo sem Salford Quays liggja beint að nokkrum fátækustu og hættulegustu hverfunum á Bretlandi.

Háskólinn í Salford er með aðsetur í borginni. Breska ríkisútvarpið BBC og sjónvarpsstöðin ITV eru með skrifstofur í borginni.

Heimild

  Þessi Englandsgrein sem tengist landafræði er stubbur. Þú getur hjálpað til með því að bæta við greinina.