Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson (fæddur 18. september 1954 í Reykjavík ) er íslenskur rithöfundur og skáld . Árið 1995 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Englar alheimsins . Árið 2012 hlaut hann Norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar fyrir framlag sitt til bókmennta.
Ferill
Einar Már stundaði nám í Menntaskólanum við Tjörnina og lauk stúdentsprófi þaðan 1975 . Hann nam síðan bókmenntir og sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk B.A.-prófi 1979 . Hann stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla en hann bjó í Kaupmannahöfn í sex ár.
Fyrstu bækur hans voru ljóðabækurnar Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í Kórónafötum hér inni? árið 1980 , en hann er þó þekktari sem skáldsagnarhöfundur. Handritið að fyrstu skáldsögu hans, Riddarar hringstigans , hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni sem Almenna bókafélagið efndi til árið 1982 í tilefni 25 ára afmælis síns og var bókin gefin út sama ár.
Þekktasta bók hans er skáldsagan Englar alheimsins , sem komið hefur út á ýmsum tungumálum. Kvikmynd gerð eftir sögunni var frumsýnd árið 2000 og skrifaði Einar handritið að henni. Hann skrifaði einnig ásamt Friðrik Þór Friðrikssyni handrit að myndunum Börn náttúrunnar og Bíódagar .
Einar Már var áberandi í umræðunni í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og í búsáhaldabyltingunni , skrifaði fjölda greina í blöð og hélt ræður á útifundum. Tvær síðustu bækur hans, Hvíta bókin og Bankastræti núll , tengjast þessu og þar er fjallað mjög um þjóðfélagsmál, útrás og ýmsar brotalamir í samfélaginu. Áður hafði hann gegnt stöðu varaborgarfulltrúa fyrir hönd Reykjavíkurlistans frá 1999-2002.
Þýðingar
Bækur hans hafa verið þýddar á norsku , færeysku , grænlensku , sænsku , dönsku , finnsku , þýsku , ensku , ítölsku , spænsku , búlgörsku , eistnesku , galísku , kínversku, hollensku , slóvensku og kóresku . Einar Már Guðmundsson hefur þýtt bækur eftir Ian McEwan á íslensku.
Verk
1980: Sendisveinninn er einmana , ljóð (Gallerí Suðurgata 7 , Reykjavík)
1980: Er nokkur í Kórónafötum hér inni? , ljóð (Gallerí Suðurgata 7, Reykjavík)
1981: Róbinson Krúsó snýr aftur , ljóð (Iðunn , Reykjavík)
1982: Riddarar hringstigans , skáldsaga (Almenna bókafélagið , Reykjavík)
1983: Vængjasláttur í þakrennum , skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1986: Eftirmáli regndropanna , skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1988: Leitin að dýragarðinum , smásögur (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1990: Rauðir dagar , skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1991: Klettur í hafi , ljóð (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1992: Fólkið í steininum , barnasaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1993: Hundakexið , barnasaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1993: Englar alheimsins , skáldsaga (Almenna bókafélagið, Reykjavík)
1995: Í augu óreiðunnar: ljóð eða eitthvað í þá áttina , ljóð (Mál og menning , Reykjavík)
1995: Ljóð 1980-1981 , ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
1997: Fótspor á himnum , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2000: Draumar á jörðu , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2001: Kannski er pósturinn svangur , smásögur (Mál og menning, Reykjavík)
2002: Ljóð 1980-1995 , ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
2002: Nafnlausir vegir , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavik)
2004: Bítlaávarpið , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2006: Ég stytti mér leið framhjá dauðanum , ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
2007: Rimlar hugans , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2009: Hvíta bókin , greinasafn (Mál og menning, Reykjavík)
2011: Bankastræti núll , greinasafn (Mál og menning, Reykjavík)
2012: Íslenskir kóngar , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2015: Hundadagar , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2017: Passamyndir , skáldsaga (Mál og menning, Reykjavík)
2018: Höfuðljóð , (Hið íslenska bókmenntafélag , Reykjavík)
2019: Til þeirra er málið varðar , ljóð (Mál og menning, Reykjavík)
Gallerí
Jazz og upplestur í Árósum
Verðlaun og viðurkenningar
Tengt efni
Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi
Tenglar