Einar Már Guðmundsson

Einar Már Guðmundsson
Einar Már Guðmundsson

Einar Már Guðmundsson (fæddur 18. september 1954 í Reykjavík) er íslenskur rithöfundur og skáld. Árið 1995 hlaut hann Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs fyrir skáldsögu sína Englar alheimsins. Árið 2012 hlaut hann Norrænu bókmenntaverðlaun sænsku akademíunnar fyrir framlag sitt til bókmennta.

Ferill

Einar Már stundaði nám í Menntaskólanum við Tjörnina og lauk stúdentsprófi þaðan 1975. Hann nam síðan bókmenntir og sagnfræði við Háskóla Íslands og lauk B.A.-prófi 1979. Hann stundaði framhaldsnám í bókmenntafræði við Kaupmannahafnarháskóla en hann bjó í Kaupmannahöfn í sex ár.

Fyrstu bækur hans voru ljóðabækurnar Sendisveinninn er einmana og Er nokkur í Kórónafötum hér inni? árið 1980, en hann er þó þekktari sem skáldsagnarhöfundur. Handritið að fyrstu skáldsögu hans, Riddarar hringstigans, hlaut fyrstu verðlaun í bókmenntasamkeppni sem Almenna bókafélagið efndi til árið 1982 í tilefni 25 ára afmælis síns og var bókin gefin út sama ár.

Þekktasta bók hans er skáldsagan Englar alheimsins, sem komið hefur út á ýmsum tungumálum. Kvikmynd gerð eftir sögunni var frumsýnd árið 2000 og skrifaði Einar handritið að henni. Hann skrifaði einnig ásamt Friðrik Þór Friðrikssyni handrit að myndunum Börn náttúrunnar og Bíódagar.

Einar Már var áberandi í umræðunni í kjölfar efnahagshrunsins haustið 2008 og í búsáhaldabyltingunni, skrifaði fjölda greina í blöð og hélt ræður á útifundum. Tvær síðustu bækur hans, Hvíta bókin og Bankastræti núll, tengjast þessu og þar er fjallað mjög um þjóðfélagsmál, útrás og ýmsar brotalamir í samfélaginu. Áður hafði hann gegnt stöðu varaborgarfulltrúa fyrir hönd Reykjavíkurlistans frá 1999-2002.

Þýðingar

Bækur hans hafa verið þýddar á norsku, færeysku, grænlensku, sænsku, dönsku, finnsku, þýsku, ensku, ítölsku, spænsku, búlgörsku, eistnesku, galísku, kínversku, hollensku, slóvensku og kóresku. Einar Már Guðmundsson hefur þýtt bækur eftir Ian McEwan á íslensku.

Verk

Gallerí

Jazz og upplestur í Árósum

Verðlaun og viðurkenningar

Tengt efni

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Tilnefningar til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs frá Íslandi

Tenglar