Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir árlega. Verðlaunin eru veitt einu bókmenntaverki skrifuðu á máli eins Norðurlandanna. Verðlaunin geta hlotið skáldsögur, leikverk, ljóðabækur, smásögur eða ritgerðir. Verðlaunin voru sett á fót árið 1962 og er úthlutað af Norðurlandaráði á hverju ári. Upphaflega voru verðlaunin 50.000 danskar krónur en frá 1995 hafa þau verið 350.000 danskar krónur. Valið fer þannig fram að Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð tilnefnir hvert tvö verk. Frá 1985 hafa Færeyjar, Grænland og samíska málsvæðið tilnefnt eitt verk hvert og árið 2011 öðluðust Álandseyjar sama rétt. Fyrsti Færeyingurinn sem fékk verðlaunin var William Heinesen árið 1965, en hann var þá tilnefndur fyrir Danmörku. Nils-Aslak Valkeapää hefur einn Sama fengið verðlaunin, árið 1991.
Tilkynnt er um sigurverk verðlaunanna og þau afhent á Norðurlandaráðsþingi.
Íslenskir rithöfundar hafa átta sinnum hlotið verðlaunin, síðast Auður Ava Ólafsdóttir árið 2018 fyrir skáldsöguna Ör.
Verðlaunahafar
Tengt efni:
Tenglar