Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs
Veitt fyrirFramúrskarandi árangur í bókmenntum
LandNorðurlöndin
UmsjónNorðurlandaráð
Fyrst veitt1962
Vefsíðawww.norden.org/is/bokmenntaverdlaunin

Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs eru ein fimm verðlauna sem Norðurlandaráð veitir árlega. Verðlaunin eru veitt einu bókmenntaverki skrifuðu á máli eins Norðurlandanna. Verðlaunin geta hlotið skáldsögur, leikverk, ljóðabækur, smásögur eða ritgerðir. Verðlaunin voru sett á fót árið 1962 og er úthlutað af Norðurlandaráði á hverju ári. Upphaflega voru verðlaunin 50.000 danskar krónur en frá 1995 hafa þau verið 350.000 danskar krónur. Valið fer þannig fram að Danmörk, Finnland, Ísland, Noregur og Svíþjóð tilnefnir hvert tvö verk. Frá 1985 hafa Færeyjar, Grænland og samíska málsvæðið tilnefnt eitt verk hvert og árið 2011 öðluðust Álandseyjar sama rétt. Fyrsti Færeyingurinn sem fékk verðlaunin var William Heinesen árið 1965, en hann var þá tilnefndur fyrir Danmörku. Nils-Aslak Valkeapää hefur einn Sama fengið verðlaunin, árið 1991.

Tilkynnt er um sigurverk verðlaunanna og þau afhent á Norðurlandaráðsþingi.

Íslenskir rithöfundar hafa átta sinnum hlotið verðlaunin, síðast Auður Ava Ólafsdóttir árið 2018 fyrir skáldsöguna Ör.

Verðlaunahafar

Ár Höfundur Ritverk Land Frummál
1962 Eyvind Johnson Hans nådes tid Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1963 Väinö Linna Söner av ett folk Fáni Finnlands Finnland Finnska
1964 Tarjei Vesaas Is-slottet Fáni Noregs Noregur Norska
1965 William Heinesen Det gode Håb Fáni Færeyja Færeyjar Danska
Olof Lagercrantz Från Helvetet till Paradiset Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1966 Gunnar Ekelöf Diwán över Fursten av Emgión Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1967 Johan Borgen Nye noveller Fáni Noregs Noregur Norska
1968 Per Olof Sundman Ingenjör Andrées luftfärd Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1969 Per Olov Enquist Legionärerna Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1970 Klaus Rifbjerg Anna, jeg, Anna Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1971 Thorkild Hansen Slavernes øer Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1972 Karl Vennberg Sju ord på tunnelbanan Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1973 Veijo Meri Kersantin poika Fáni Finnlands Finnland Finnska
1974 Villy Sørensen Uden mål - og med Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1975 Hannu Salama Siinä näkijä missä tekijä Fáni Finnlands Finnland Finnska
1976 Ólafur Jóhann Sigurðsson Að laufferjum og Að brunnum Fáni Íslands Ísland Íslenska
1977 Bo Carpelan I de mörka rummen, i de ljusa Fáni Finnlands Finnland Sænska
1978 Kjartan Fløgstad Dalen Portland Fáni Noregs Noregur Norska
1979 Ivar Lo-Johansson Pubertet Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1980 Sara Lidman Vredens barn Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1981 Snorri Hjartarson Hauströkkrið yfir mér Fáni Íslands Ísland Íslenska
1982 Sven Delblanc Samuels bok Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1983 Peter Seeberg Om fjorten dage Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1984 Göran Tunström Juloratoriet Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1985 Antti Tuuri Pohjanmaa Fáni Finnlands Finnland Finnska
1986 Rói Patursson Likasum Fáni Færeyja Færeyjar Færeyska
1987 Herbjørg Wassmo Hudløs himmel Fáni Noregs Noregur Norska
1988 Thor Vilhjálmsson Grámosinn Glóir Fáni Íslands Ísland Íslenska
1989 Dag Solstad Roman 1987 Fáni Noregs Noregur Norska
1990 Tomas Tranströmer För levande och döda Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1990 Tomas Tranströmer För levande och döda Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1991 Nils-Aslak Valkeapää Beaivi, áhcázan Lappland Samísk
1992 Fríða Á. Sigurðardóttir Meðan nóttin liður Fáni Íslands Ísland Íslenska
1993 Peer Hultberg Byen og Verden Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1994 Kerstin Ekman Händelser vid vatten Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
1995 Einar Már Guðmundsson Englar alheimsins Fáni Íslands Ísland Íslenska
1996 Øystein Lønn Hva skal vi gjøre i dag og andre noveller Fáni Noregs Noregur Norska
1997 Dorrit Willumsen Bang. En roman om Herman Bang Fáni Danmerkur Danmörk Danska
1998 Tua Forsström Efter att ha tillbringat en natt bland hästar Fáni Finnlands Finnland Sænska
1999 Pia Tafdrup Dronningeporten Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2000 Henrik Nordbrandt Drømmebroer Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2001 Jan Kjærstad Oppdageren Fáni Noregs Noregur Norska
2002 Lars Saabye Christensen Halvbroren Fáni Noregs Noregur Norska
2003 Eva Ström Revbensstäderna Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
2004 Kari Hotakainen Juoksuhaudantie Fáni Finnlands Finnland Finnska
2005 Sjón Skugga-Baldur Fáni Íslands Ísland Íslenska
2006 Göran Sonnevi Oceanen Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
2007 Sara Stridsberg Drömfakulteten Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
2008 Naja Marie Aidt Bavian Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2009 Per Petterson Jeg forbanner tidens elv Fáni Noregs Noregur Norska
2010 Sofi Oksanen Puhdistus Fáni Finnlands Finnland Finnska
2011 Gyrðir Elíasson Milli trjánna Fáni Íslands Ísland Íslenska
2012 Merethe Lindstrøm Dager i stillhetens historie Fáni Noregs Noregur Norska
2013 Kim Leine Profeterne i Evighedsfjorden Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2014 Kjell Westö Hägring 38 Fáni Finnlands Finnland Sænska
2015 Jon Fosse Andvake; Olavs draumar; Kveldsvævd Fáni Noregs Noregur Norska
2016 Katarina Frostenson Sånger och formler Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
2017 Kirsten Thorup Erindring om kærligheden Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2018 Auður Ava Ólafsdóttir Ör Fáni Íslands Ísland Íslenska
2019 Jonas Eika Efter Solen Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2020 Monika Fagerholm Vem dödade bambi Fáni Finnlands Finnland Finnska
2021 Niviaq Korneliussen Naasuliardarpi Fáni Grænlands Grænland Grænlenska
2022 Solvej Balle Om udregning af rumfang I, II og III Fáni Danmerkur Danmörk Danska
2023 Joanna Rubin Dranger Ihågkom oss till liv Fáni Svíþjóðar Svíþjóð Sænska
2024 Niels Fredrik Dahl Fars rygg Fáni Noregs Noregur Norska

Tengt efni:

Tenglar