Norræna tölvuleikjaáætlunin er áætlun á vegum Norrænu ráðherranefndarinnar sem veitir þróunarstyrki til tölvuleikjaframleiðanda á Norðurlöndum. Áætlunin var sett á fót 2006 og var upphaflega ætlað að vara til ársins 2012 en var síðan framlengd til 2015. Tilgangur áætlunarinnar er að efla norræna tölvuleikjaiðnaðinn með þróunarstyrkjum, styrkjum til tölvuleikjaþýðinga og kynningarstyrkja. Áætlunin hefur stutt við sameiginlega þátttöku norrænna tölvuleikjafyrirtækja á helstu tölvuleikjaráðstefnum heims og þróun Norrænu tölvuleikjaráðstefnunnar í Malmö.
Tenglar